Flutningur

Undanfarið hefur verið unnið að uppbyggingu nýs vélasalar reiknistofnunar.  Ferlið er er flókið og inniheldur fjölmarga verkþætti, meðal annars raunverulegan flutning véla milli vélasala.

Reynt verður af fremsta megni að haga því þannig að notendur verði ekki varir við flutningana, en óhjákvæmilega gæti þurft að rjúfa einhverjar þjónustur tímabundið.

Samkvæmt áætlun mun þjónusta einkavefja liggja niðri 1 klukkustund í viku 22 eða 23. Nánar tilkynnt hér síðar.