uni.hi.is

[:is]

 Á þessum vef gefst háskólaborgurum kostur á að setja upp vefi til að kynna sig og sín verk. Vefumsjónarkerfið sem notað er kallast WordPress. Kerfið er í senn einfalt og öflugt og ætti hver sem er að geta sett upp vef og komið sínum upplýsingum á framfæri. WordPress vefumsjónarkerfið býður upp á fjölda stílsniða og viðbóta, en fyrst um sinn mun fjöldi þeirra vera takmarkaður á uni.hi.is.

Smelltu hér til að stofna vefinn þinn. Þú verður beðin(n) um auðkenni, og þegar það hefur verið gefið opnast stjórnborðið.  Grunnur vefsins verður smíðaður þegar þú skráir þig inn í fyrsta sinn.

Færslur og síður

Í WordPress eru tvær megin síðugerðir, færslur og síður (e. posts and pages).

  • Fæslur (e.posts) eru hugsaðar fyrir kvikt efni, eins og fréttir og dagbókarfærslur. Færslur eru fyrst og fremst flokkaðar eftir birtingartíma.
  • Síður (e.pages) eru hugsaðar fyrir "kyrrstætt" efni. Þeim er hægt að raða í veftré.

Með réttu vali á síðugerðum má stýra yfirbragði vefsins að stóru leiti.

Skilmálar

  • Háskólaborgarar með notandanafn hjá hi geta sjálfir stofnað vef. Miðlæg auðkenning tölvukerfa háskólans er notuð til að stýra aðgangi að stjórnborði vefsins. Slóð er á forminu http://uni.hi.is/notandanafn
  • Vefurinn skal fjalla um notandann, ekki félag, stofnun eða fyrirtæki.
  • Vefurinn er opinn frá því notandi stofnar hann og lifir jafn lengi og notandanafn hans. Vef er lokað mánuði eftir að notandanafn verður ógilt.  Þegar vef er lokað er öllu efni hans hent. Notandi getur sjálfur tekið afrit af efni sínu á auðveldan hátt áður en honum er lokað.
  • Kerfisstjórn áskilur sér rétt til þess að uppfæra vefumsjónarkerfið án fyrirvara, ef gagnaöryggissjónarmið kalla á það.
  • Hver notandi fær 10MB af plássi fyrir sinn vef.
  • Notendur bera alla ábyrgð á efni vefs síns.

[:]