Einhverjir notendur hafa lent í basli með qTranslate viðbótina og vilja hana burt. Það er auðvitað hægt að slökkva á henni, en afleiðingarnar geta komið notendum í opna skjöldu.
Margar fjöltyngisvibætur búa til sérstaka færslu/síðu fyrir hvert tungumál, en qTranslate notar þá aðferð að hólfa efni hverrar færslu/síðu niður í nokkur tungumálahólf. Hólfin eru aðskilin með sérstökum stafarunum.
Dæmi:
Ef slökkt er á qTranslate íbótinni þarf handvirkt að skilja tungumálin að í hverri efnisgrein og setja í aðskildar efnisgreinar (síður og/eða færslur). Best er að henda burt stafa rununum sem aðskilja tungumálahólfin( merkt grænt hér að ofan). Þetta er handavinna, en vel gerlegt.