Lausn á https viðvörunum

Fyrr í vetur var uni fluttur yfir á öruggan vefþjón (síður sendar um https). Vefkerfið hélt samt áfram að senda myndir frá gamla hluta þjónsins (um http). Þessi samsetning efnis vakti grunsemdir ákveðinna vafra, og sumir þeirra settu jafnvel fram viðvörunarbox sem notandi þurfti að loka sjálfur. Nú hefur verið sett íbót í kerfið sem á að koma í veg fyrir þessa hegðun. Íbótin hefur verið sett upp hjá öllum notendum en hver og einn þarf að virkja hana. Það er einfalt og krefst engrar sérkunnáttu.

Það sem þarf að gera er að opna stjórnborð vefsins og velja WordPress HTTPS í stillingunum (settings). Þegar sú síða er komin upp þarf bara að smella á save changes hnappinn.  Ekki þarf að breyta stillingum að öðru leyti.

Viðbót 17.febrúar 2011.

Enn er qTranslate viðbótin að valda óþægindum.  Ef valin er birtingarmynd tungumálavalsins sem inniheldur myndir flagga tungumálana, munu einhverjir vafrar vara við þeim.  Leið framhjá þessum leiðindum er að velja aðra birtingarmynd, svo sem "Text only" eða "Dropdown Box".