Um mig
Fædd á Siglufirði 1961. Eyddi fyrstu æviárum mínum í sveitinni á Hóli, en flutti svo í bæinn þar sem ég ólst upp. Fór suður í menntaskóla og svo Háskólann.Giftist guðfræðinemanum (nú sjúkrahúspresti á LSH) og Akureyringnum, Gunnari Rúnari Matthíassyni í september 1984.
Í febrúar 1987 vígðist ég til prestsþjónustu í Garðaprestakalli. Við hjónakornin fórum svo vestur um haf í leit að ævintýrum og meiri menntun haustið 1987 og dvöldum þar í tæp níu ár. Komum heim í byrjun febrúar 1996 og höfum verið í Kópavoginum síðan, að undanskildu einu ári, þegar við skruppum aftur til USA í leit að frekari ævintýrum.
Það merkilegasta sem hefur átt sér stað í lífi mínu eru börnin mín: Guðmundur Már, fæddur í Chicago 1991, Anna Rún fædd í Reykjavík 1997 og Margrét Tekla sem fæddist líka í Reykjavík, sjö árum síðar, eða 2004.
Frá haustinu 1996 hef ég kennt við Guðfræðideild Háskóla Íslands og verið prófessor frá því í október 2008.