Utan Háskólans

2018                Annar tveggja skipuleggjenda alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin var í Skálholti 31. maí - 3. júní. Eeini íslenski fulltrúinn á þessari ráðstefnu og sá um allt utanumhald hér á landi. Þátttakendur voru 20, víðs vegar að úr heiminum. Yfirskrift ráðstefnunnar: Lutheran Theology from the Subaltern - An alternative Luther. Verkefni ráðstefnunnar var að undirbúa útgáfu greinasafns sem kom út hjá Fortress Press árið 2019.

2017–2018      Í dómnefnd um tvær stöður við Guðfræðideild Oslóarháskóla. Vinnan tók 4 mánuði og lauk í lok janúar 2018. Það voru 26 umsækjendur um aðra stöðuna og 14 um hina. Hlutverk nefndarinnar var að meta umsækjendur og raða þeim í forgangsröð eftir hæfni. Formaður nefndarinnar var prófessor við Guðfræðideild Oslóarháskóla. Aðrir í nefndinni voru deildarforseti og prófessor við Guðfræðideild Uppsalaháskóla, prófessor við Guðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla, ásamt mér, sem var í nefndinni sem prófessor í trúfræði og deildarforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍ.

2013–2016      Fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir 18th Nordic Conference in Systematic Theology, Helsinki, Finnlandi, 7.-10. janúar 2016.

2011–2013     Formaður undirbúningsnefndar og framkvæmndarstjóri fyrir Nordisk systematiker konferens sem haldin var í Reykjavík, 10-13. janúar 2013. Yfirskrift ráðstefnunnar: Politics in Theology–Theology in Politics.

2011–2016      Í stjórn Vísindafélags Íslendinga.

2011              Fulltrúi í Stjórnlagaráði (fulltrúar voru kosnir í almennum kosningum í okt. 2010)

1993–1995     Fulltrúi doktorsnema í stjórn (Board of Directors) Lutheran School of Theology at Chicago.