Á síðasta ári kom út verkið Denmark and the New North Atlantic. Narratives and Memories in a Former Empire, í tveimur bindum í ritstjórn Kirsten Thisted, dósents við Kaupmannahafnarnháskóla, og Ann-Sofie N. Gremaud, lektors við Háskóla Íslands. Að verkinu stendur alþjóðlegur rannsóknarhópur bókmenntafræðinga, mannfræðinga, menningarfræðinga, sagnfræðinga og þjóðfræðinga, en verkefnið var styrkt af Carlsberg sjóðnum. Bækurnar skiptast í sjö hluta þar sem grein er gerð fyrir, út frá ýmiss konar sjónarhornum, tengslum Danmerkur við núverandi og fyrrverandi lendur sínar í Norður-Atlantshafi og hvernig þau hafa breyst í tímans rás. Stóð ég fyrir þeim hluta bókarinnar sem snýr að sögu tengslanna á milli Danmerkur og eyjanna í Norður-Atlantshafi, Færeyja, Grænlands og Íslands. Nánar er hægt að lesa um þessi rannsóknarrit á síðu útgáfu Árósarháskóla (https://unipress.dk/udgivelser/d/denmark-and-the-new-north-atlantic/).