Stuðningur við samfélagsvirkni akademísks starfsfólks

Í dag verður auglýst ný áætlun innan Háskóla Íslands sem miðar að því að umbuna akademískum starfsmönnum fyrir þátttöku í samfélaginu í krafti sérþekkingar sinnar og rannsókna. Þetta eru afar ánægjulegar fréttir, því að margir starfsmenn skólans, og þá ekki síst kennarar Hugvísindasviðs, eyða miklum tíma í alls kyns samfélagsleg verkefni sem vekja athygli á […]

Lesa meira

Doktorsvörn Bjarna Karlssonar í Zoom

Nú í morgun varði Bjarni Karlsson doktorsritgerð sína „Vistkerfisvandi og fátækt. Einkenni lífvænlegrar heimsmyndar, mannskilnings og fátæktarhugtaks í fjölmenningarsamfélagi síðnútímans“. Þessi vörn var sérstök fyrir þá sök að hún er fyrsta vörnin við sviðið síðan samkomubann var fyrirskipað í samfélaginu. Til að uppfylla allar reglur héldu þeir sem voru viðstaddir vörnina tveggja metra fjarlægð á […]

Lesa meira

Fyrsta úthlutun úr Menntasjóði Hugvísindasviðs

Nú í vikunni var úthlutað í fyrsta sinn úr Menntasjóði Hugvísindasviðs, en sjóðurinn var myndaður á síðasta ári með sameiningu nokkurra óvirkra styrktarsjóða sem tengdust sviðinu. Markmið sjóðsins er að styrkja doktorsnema á lokastigum náms, og hjálpa þeim þannig yfir síðasta hjallann í doktorsnáminu. Að þessu sinni var ákveðið að veita þrjá styrki, að upphæð […]

Lesa meira

Vigdísarverðlaun

Hinn 15. apríl átti Vigdís Finnbogadóttir stórafmæli eins og kunnugt er, en í ár er einnig haldið upp á að 40 ár eru liðin frá sögulegu kjöri hennar til forseta. Til stóð að halda upp á afmælið hér í Háskóla Íslands með veglegri dagskrá, en veirufaraldurinn skæði og samkomubann kom í veg fyrir að af […]

Lesa meira