Nation som kvalitet

Ég birti greinina „Það sem fagurt er og skáldlegt: Átök um bókmenntasmekk og virðingu íslenskrar þjóðar“ í bókinni Nation som kvalitet: Smak, offentligheter och folk i 1800-talets Norden sem kom út hjá Alvheim & Eide í Bergen fyrir skömmu. Ritstjórar bókarinnar eru Anna Bohlin og Elin Stensgrundet. Í greininni skoða ég tilraunir Fjölnismanna til bæta bókmenntasmekk Íslendinga út frá þekktum ritdómi Jónasar Hallgrímssonar um rímnakver Sigurðar Breiðfjörð um Tristran og Ísold. Greinin birtist bæði á íslensku og í norskri þýðingu Elínar Báru Magnúsdóttur.