Nordic War Stories

https://www.berghahnbooks.com/covers/Stecher-HansenNordic.jpg

Nýlega kom út bókin Nordic War Stories: World War II as History, Fiction, Media, and Memory hjá Berghahn útgáfunni í New York. Þar á ég grein sem heitir „The Icelandic National Narrative and World War II: 'Freedom and Culture'“, en þar skoða ég stöðu síðari heimsstyrjaldar í íslenskri söguvitund m.a. eins og hún birtist í sýningu sem sett var upp í Reykjavík sumarið 1944 í tilefni lýðveldisstofnunar. Ritstjóri bókarinnar er Marianne Stecher-Hansen, prófessor við Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum.