Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði Árnagarður, herbergi 404 Háskóla Íslands Sturlugötu 1, 102 Reykjavík Sími: 525 4208 Netfang: gudmjons hjá hi.is Viðtalstímar: Mánud. 10-12 |
![]() |
Ég er fæddur í Reykjavík árið 1955. Að loknu BA-námi í sagnfræði og þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands 1975-1979 vann ég við menntaskólakennslu og lauk jafnframt cand. mag. prófi í sagnfræði árið 1983. Próf í uppeldis- og kennslufræði til kennararéinda við Háskóla Íslands árið 1985. Á árunum 1987-1992 bjó ég í Englandi með fjölskyldu minni þar sem ég lagði stund á doktorsnám í hagsögu við London School of Economics and Political Science. Brautskráðist þaðan árið 1992 og var titill ritgerðar The State and the Icelandic Economy, 1870-1930. Að loknu námi vann ég að rannsóknum og útgáfu á sögulegum hagtölum hjá Hagstofu Íslands, og síðan að þjóðhagsreikningum um tímabilið 1870-1945 í rannsóknastöðu í sagnfræði við Háskóla Íslands. Ég var stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á árunum 1993 til 1997. Árið 1998 var ég ráðinn sem lektor við Háskóla Íslands og síðan prófessor 2004 til hausts 2025, er ég lét af störfum.
Kennslusvið mitt hefur einkum verið félags- og hagsaga Íslands, og sagnaritun og söguspeki. Ég hef einnig kennt námskeið um erlenda félags- og hagsögu, þar á meðal um hagsögu Evrópu og N-Ameríku, hnattvæðingu, þróun neysluþjóðfélagsins og sögu kapítalismans.
Rannsóknir mínar falla aðallega undir eftirfarandi svið:
Hagvöxtur og hagþróun á síðari öldum
Utanríkisverslun og efnahagssamvinna Íslands og Evrópu eftir 1945
Saga velferðarríkisins
Neysluhættir og matarsaga, þ.m.t. fæðukreppur á fyrri tímum
Yfirstandandi rannsóknarverkefni
Matarsaga og fæðukreppur á Íslandi fyrir tíma iðnbyltingar.
Jarðeignir kvenna á árnýöld.
Efnahagsleg tengsl Íslands og Danmerkur fram að fulllveldi 1918.