Í bókinni Íslenskt lýðræði. Starfsvenjur, gildi og skilningur er kastljósinu beint að starfsháttum og stefnumótun í stjórnmálum í ljósi hugmynda rökræðulýðræðis. Kannað er hvaða skilningur er ríkjandi á lýðræði hérlendis og hvernig hann birtist í stjórnsiðum, hugmyndum um lýðræðislega ábyrgð, fjölmiðlun, menntunaráformum og pólitískri umræðu. Bæði er horft er til þess hvað einkenndi íslenska stjórnarhætti í aðdraganda hrunsins og þær lýðræðistilraunir sem gerðar hafa verið eftir hrun. Tíu höfundar skrifa í bókina sem ritstýrð er af Vilhjálmi Árnasyni og Henry Alexander Henryssyni.
Guðmundur Jónsson ritar greinina "Lýðræðishugmyndir almennings fram að fjármálakreppunni 2008" þar sem farið er í saumana á lýðræðisumræðu í landinu áratugina tvo fyrir Hrun.