Í ritinu Líftaug landsins. Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010 er í fyrsta sinn sögð heildarsaga íslenskrar utanlandsverslunar frá landnámstíð til okkar daga. Ritið kom út 2017 og fjallar um framandi kaupmenn og fátæka landsmenn, harðan fisk og mjúka ull, mjöl og öl, brennivín og bjór, við og vax, lýsi og smjör, freðfisk og ál, nauðsynjar og neysluvenjur og ótalmargt fleira. Höfundar eru sex sagnfræðingar við Háskóla Íslands. Í fyrra bindið skrifa þau Helgi Þorláksson, Gísli Gunnarsson og Anna Agnarsdóttir, en hið síðara Helgi Skúli Kjartansson, Halldór Bjarnason og Guðmundur Jónsson sem skrifar bókarhlutann "Smáþjóð á heimsmarkaði. Tímabilið 1914-2010". Ritstjóri verksins er Sumarliði R. Ísleifsson.