Rannsóknir

Helstu rannsóknasvið

Hagvöxtur og hagþróun: sögulegir þjóðhagsreikningar, efnahagskreppur og hagstjórn
Neysluhættir og matarsaga
Verslunarsaga og efnahagssamvinna Íslands og Evrópu eftir 1945
Saga velferðarríkisins

Rannsóknaverkefni og útgáfur í undirbúningi

Undirstöður landbúnaðarsamfélagsins: Fjölskylda og heimilisbúskapur á Íslandi í byrjun 18. aldar.  Rannsókn á jarðnæði og félagsgerð bændasamfélagsins þar sem notuð er m.a. tækni landupplýsingakerfa til að greina félagsleg, efnahagsleg og landfræðileg áhrif á lífskjör og lifnaðarhætti landsmanna. Þáttakendur í þessari þverfaglegu rannsókn í Háskóla Íslands eru Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur, Björgvin Sigurðsson tölvunarfræðingur, Guðmundur Jónsson sagnfræðingur (verkefnisstjóri), Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur, Óskar Guðlaugsson doktorsnemi í sagnfræði og Sigríður Hjördís Jörundardóttir doktorsnemi í sagnfræði.

Food and famine in pre-industrial Iceland. Bókarverkefni.