Um mig

Ég er fæddur í Reykjavík 1. apríl 1963. Ég ólst upp í Stóragerði og gekk í Hvassaleitisskóla en fluttist út á Seltjarnarnes sumarið 1977 og fór þá í Valhúsaskóla. Síðan lá leiðin í MR og þaðan lauk ég stúdentsprófi úr fornmáladeild I vorið 1983. Ég lauk BA-prófi í íslensku og latínu 1986 og cand.mag-prófi í íslenskri málfræði 1989. Þá fór ég í doktorsnám í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi í almennum málvísindum frá University of Massachusetts, Amherst 1996.

Ég hef kennt við Háskóla Íslands frá hausti 1996. Ég var fastráðinn stundakennari frá 1997-2001 og aðjunkt frá 2001-2013. Ég varð lektor í íslenskri málfræði 1. janúar 2014 og prófessor 1. júlí 2015.