Stjórnun

Ég hef verið formaður Færeyjanefndar HÍ frá 1. júlí 2020 en meginhlutverk hennar er að efla rannsóknasamstarf milli háskólans og Fróðskaparseturs Færeyja á sem flestum fræðasviðum (sjá nánar á https://fraendafundur.hi.is/).

Ég var forstöðumaður Málvísindastofnunar á árunum 2018-2021 (sjá http://malvis.hi.is). Annað markvert á mínum stjórnunarferli er talið upp hér að neðan:

Formaður Íslenska málfræðifélagsins 2001-2006.

Greinarformaður í íslensku 2010-2012.

Umsjónarmaður Ritvers Hugvísindasviðs 2014-2019.