Selfoss, skipulag, græðgi
Reykjavík forhrunsáranna var ein allsherjar sorgarsaga skipulagsslysa. Því grátlegra er að á þessum síðustu og bestu tímum er ein skipulagsvitleysan enn komin á framkvæmdastig á Selfossi. Þetta er frekar stórvaxin verslunarmiðstöð, sem kátir kaupahéðnar hyggjast reisa vestan Ölfusár, á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Suðurlandsvegar.
Hvers vegna eru þetta mistök frá sjónarhóli skipulags? Vegna þess að þetta gerir Selfoss að verri bæ en hann þyrfti að vera fyrir íbúana sjálfa. Öll fræði mæla með því að þétta byggð og gera hana þannig úr garði að fólk geti sótt verslun og þjónustu án þess endilega að setjast upp í bílinn. Nýlega var fjallað um Selfoss og skipulag þar í vandaðri meistararitgerð Hrafnhildar Brynjólfsdóttur við Háskólann í Reykjavík. Þar er margt athyglisvert dregið fram.
Mér stendur ekki á sama. Ég bjó í tvö ár á Selfossi.