Nýtt hefti af Landabréfinu – tímariti Félags landfræðinga

Karl Benediktsson, janúar 12, 2012

Nýlega skreið úr prentvélunum nýtt hefti af Landabréfinu – tímariti Félags landfræðinga. Að þessu sinni var gefið út sérhefti um náttúrutengda ferðamennsku, með Gunnþóru Ólafsdóttur sem sérstakan ritstjóra. Efnið kemur frá ráðstefnu og listsýningu sem haldin var í Reykjavík snemma árs 2011. Allt er tímaritið á ensku að þessu sinni og hópur höfunda er afar alþjóðlegur. Til dæmis á hinn þekkti bandaríski rithöfundur Lucy Lippard umhugsunarverða grein um áhrif ferðamennsku á staði. Við erum rígmontin, enda ástæða til. Og svo snöruðum við upp heimasíðu fyrir tímaritið, þannig að framtíðin verður vefræn. Vonandi getum við samt enn gefið það út á pappír líka...