Klemma kóríanderætunnar

Karl Benediktsson, nóvember 27, 2011

Mér þykir ferskt kóríander (Coriandrum sativum) sérstaklega gott og nota það mikið í matseld. En í stórmarkaðnum þar sem ég kaupi mestmegnis í matinn (Bónus) fæst einungis ferskt kóríander (og annað ferskt krydd) frá Ísrael. Ég hef hreint ekki lyst á að kaupa það. Kannski var það ræktað á landi sem tekið var með ísraelsku hervaldi af Palestínumönnum? Ég verð að reyna annars staðar. Það er erfitt að vera neytandi á þessum síðustu og verstu.