Að skrifa á vefinn

Skrifa á vefinnSkrifa texta, penni og blað

Þegar þú skrifar efni á vefinn þarftu að byrja á því að ákveða hvort efnið eigi að vera Færsla/Post eða Síða/Page.

  • Færslur eru hugsaðar fyrir kvikt efni, eins og fréttir og dagbókarfærslur, eða blogg. Færslur eru fyrst og fremst flokkaðar eftir birtingartíma.
  • Síður eru hugsaðar fyrir “kyrrstætt” efni. Þeim er hægt að raða í veftré.

Til að skrifa færslu velur þú Færslur/Posts og þar undir Ný færsla/Add Post þar sem opnast nýr gluggi sem þú fyllir út í og skrifar texta. Færslurnar birtast á síðu sem heitir Heim/Home. Þarna er einnig hægt að velja hvort lesendur geti skrifað ummæli við færslur, setja inn efnisorð og efnisflokka, sem auðveldar utanumhald og leit, o.fl. Ef færslur eru langar getur þú sett inn útdrátt.

Ef þú ætlar bara að hafa síður en engar færslur á vefnum þínum getur þú tekið  Heim/Home (þar sem færslur birtast), úr birtingu, sjá Panorama Theme Options.

Til að skrifa efni á síðu velur þú Síður/Pages og þar undir Ný síða/Add New. Síðum er hægt að raða í veftré og er sjálfgefið að þær raðist í stafrófstöð í veftrénu sem birtist lóðrétt efst undir síðuhausnum á vefnum þínum. Þú getur hins vegar breytt því og raðað handvirkt hvernig þær birtast, sjá Röð/Order hægra megin á stjórnborðinu. Þú getur líka raðað síðum undir aðrar síður, sjá Móðursíða/Parent sem einnig er hægra megin á stjórnborðinu.

Að skrifa á meira en einu tungumáli: Ef þú ert með qTranslate virkjað er reitur fyrir titil síðu eða færslu á erlendu tungumáli fyrir neðan reitinn fyrir titilinn á aðalmáli vefsins. Til að skipta milli tungumála í meginmáli velur þú milli flipa sem eru hægra megin fyrir ofan svæðið þar sem þú skrifar textann. Ef þú hefur færslur á vefnum þínum getur þú t.d. haft sérstaka færslu á erlendu tungumáli sem helst óbreytt þótt í færslum sér bætt við að íslensku. Ef þú notar qTranslate en ert ekki með allar síður þýddar getur þú valið hvort síður sem bara eru til á aðalmáli vefsins séu sýnilegar í veftré á öðrum tungumálum eða ekki (sjá Languages undirStillingar/Settings).

Aðgangur að síðum og færslum: Hægt er að stjórna hvenær og hvernig færslur og síður birtast, t.d. er hægt að setja inn síðu/færslu og vista sem drög, stilla þannig að síður birtist á tilteknum degi/tíma og hafa stakar síður/færslur lokaðar eða varðar með aðgangsorði. Sjálfgefið er að síður og færslur sem eru vistaðar inn í kerfið séu birtar og opnar öllum, en stillingar til að breyta þessu eru efst í stjórnborðinu hægra megin.

Myndefni og skjöl: Hægt er að hafa myndir, myndbönd og skjöl bæði með síðum og færslum. Þá velur þú viðeigandi tákn í Add media (fyrir ofan reitinn sem þú skrifar textann í). Þá opnast gluggi sem býður þér að hlaða upp gögnum og að því loknu enn annar gluggi þar sem þú getur gefið myndinni/myndbandinu/skjalinu heiti og sett inn myndatexta ef við á. Mælt er með að fólk setji inn texta í Alternative Text með myndum, en það gerir lesvélum blindra og sjónskerta kleift að lýsa henni. Þarna er einnig hægt að stilla stærð myndar og hvar hún birtist á síðunni. Að þessu loknu er valið Flytja inn í færslu/Insert into Post til að birta.