Félagsstörf

Mér finnst mikilvægt að taka virkan þátt í samfélaginu. Það er besta leiðin ekki bara til að verja hagsmuni samfélagshópa og einstaklinga heldur einnig til að standa vörð um lýðræðið og réttarríkið.

2018-2021

meðstjórnandi í stjórn Samtakanna'78

2016-2018

formaður lagabreytingarnefndar í Samtökum '78, fulltrúi í trúnaðarráði og áheyrnafulltrúi í stjórn S'78

2014-2016

meðstjórnandi í Félagi leiðsögumanna á Íslandi

2012-2016

meðstjórnandi í Bandalagi þýðenda og túlka á Íslandi

2009-2010

meðstjórnandi í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara á háskólastigi á Íslandi

2004-2011

varaformaður, meðstjórnandi og virk í ýmsum nefndum Félags leiðsögumanna á Íslandi

sérstök áhersla á menntun og símenntun leiðsögumanna

 

1991-1996

félagi í femínískum les- og vinnuhópi ungra lýðræðissinnaðra vinstrimanna í Berlín (stóð fyrir námskeiðum, gaf út bæklinga o.fl.)

1991

meðstofnandi kvennaráðs (Frauenreferat) við stúdentaráð Humboldt-háskólans í Berlín, Þýskalandi

1990-1993

framkvæmdarstjóri ungra vinstrimanna í Austur-Þýskalandi;

eftir sameiningu við vesturþýskt æskulýðsfélag sambandsframkvæmdarstjóri ungra lýðræðissinnaðra vinstrimanna (Jungdemokraten/Junge Linke, JD/JL) í Berlín, Þýskalandi

vor 1990

fulltrúi í kosningarstjórn Magdeburg-fylkis vegna fyrstu frjálsu og lýðræðislegu þingkosninga í Austur-Þýskalandi (Volksskammer)

1990-1992

félagskona í nýstofnuðum óháðum kvennasamtökum í Austur-Þýskalandi (Unabhängiger Frauenverband, UFV).

1989-1990

meðstjórnandi og fulltrúi Junge Linke við hringborðsumræður æskulýðsstjórnmála í Magdeburg-fylki; síðar Samtök barna- og æskulýðsmála (Kinder- und Jugendring, KJR) í Sachsen-Anhalt, Austur-Þýskalandi

haust 1989

meðstofnandi og stjórnarmeðlimur óflokksbundinnar vinstrisinnaðrar ungliðahreyfingar í Magdeburg (Junge Linke) í Austur-Þýskalandi