Ráðstefna

IABA

index

2013 – Beyond the Subject

http://gtb.lbg.ac.at/de/IABA2013

Ritið 1: 2013

Browse: Home / 2013 / April / Ritið:1/2013 um minni og gleymsku

Ritið:1/2013 um minni og gleymsku

ritid12013Fyrsta hefti Ritsins á þessu ári er nú komið út og er þemað í þetta skipti „Minni og gleymska“. Heftið hefur að markmiði að varpa ljósi á hlutverk minnis og gleymsku á mismunandi sviðum. Orðræðan um minni og gleymsku er orðin gríðarlega mikilvæg. Eftir stríðsátök 20. aldarinnar, á tímum upplýsingatækninnar og fólksflutninga, þurfum við að muna. En það vekur líka spurningu um hvað við kærum okkur um að muna og af hverju og hverju við kjósum helst að gleyma. Hvað verður um minni þjóðar eftir stríð, áföll eða kreppu; hvers konar úrvinnsla á fortíðinni á sér stað eða á sér ekki stað? Hvert er samband þjóðar við fortíð sína: lærir hún af henni, eða vill hún sælu algleymis svo sagan geti endurtekið sig? Þessar spurningar sýna að rannsóknir á minni og gleymsku eiga brýnt erindi við okkur í dag.

Í heftinu eru að finna sjö þemagreinar og fjalla þær m.a. um menningarlegt minni, minnismenningu Íslendinga, félagslegt minni og hlutverk bókmennta í þjóðarminni. Marion Lerner fjallar um vörður og ferðatexta, Kristín Loftsdóttir skoðar viðtökur á endurútgáfu Negrastrákanna og Jón Karl Helgason skrifar um varðveislu minninga þjóðskálda. Irma Erlingsdóttir ræðir hið svokallaða blóðhneyksli í Frakklandi og Róbert H. Haraldsson fjallar um falskar eða tilbúnar minningar, Úlfar Bragason og Sverrir Jakobsson fjalla í sínum greinum um söguvitund og samspil minninga og sagnaritunar á miðöldum. Auk þeirra eru kafli um minnisvarða og helfararminni á fjölmiðlaöld eftir Andreas Huyssen í þýðingu Gunnþórunnar Guðmundsdóttur og myndaþáttur um minnismerki á Íslandi eftir Ketil Kristinsson. Loks spyr Eyja Margrét Brynjarsdóttir hvort heimspeki sé kvenfjandsamleg í grein sem fellur utan þema.

Gestaritstjórar eru Daisy Neijmann og Gunnþórunn Guðmundsdóttir

Cultural Representations of Trauma – Conference

EDDA-Centre of Excellence

Institute of Research in Literature and Visual Arts

University of Iceland

31. August – 1. September 2012

Cultural representations of trauma

The conference aims to explore representations and processing of trauma in the literature and culture of different societies in the aftermath of traumatic events; such as civil war, occupation, economic crises. Cultural representations of trauma in a society’s past can take on various forms, and we would like to examine the possibilities, difficulties, and experiments of such representations in light of memory studies and trauma theory.

Confirmed keynote speakers:       Professor Susannah Radstone, University of East London

Dr Patrick Crowley, University College Cork, IRCHSS Government of Ireland Senior Research Fellow (Supported by the IRCHSS New Ideas Scheme)

For those interested in giving papers, please send a short abstract (250-300 words) along with a short biographical note to the organisers by 27 April 2012.

The conference is a product of the project Memory and Forgetting: Ruptures, Gaps, National Identity, which deals with the memories and after-effects of the Civil War in Spain and the Allied Occupation of Iceland during WWII – funded by EDDA Centre of Excellence and run by Gunnthorunn Gudmundsdottir and Daisy Neijmann, who will present their findings. In addition, the event will bring together scholars working towards a HERA application.

Organisers:

Dr Daisy Neijmann daisy@daisyneijmann.com

Researcher at EDDA-Centre of Excellence

Dr Gunnthorunn Gudmundsdottir gunnth@hi.is

Senior Lecturer in Comparative Literature, University of Iceland

Hugvísindaþing 9. og 10. mars

 

Málstofa um minni, skrif og frásögn á laugardaginn kl. 15-16.30

http://www.hugvis.hi.is/minni_%E2%80%93_tr%C3%A1ma_%E2%80%93_fr%C3%A1s%C3%B6gn

(中文) Fyrirlestur þriðjudaginn 21. febrúar kl. 12.05

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, February 20, 2012

Gleymska og tráma: Stríðsminningar í bókmenntum.

Sjá:

http://www.hi.is/vidburdir/gleymska_og_trama_stridsminningar_i_bokmenntum_hvad_eru_minningar

Spennandi ráðstefna í Cork

Þarna ætla ég að tala um gleymsku í vefskrifum: http://www.ucc.ie/en/german/events/selfinscription/

Hugsað um London

‚Í London býr fátækasta fólk í Evrópu og ríkasta fólk í Evrópu, miðjan hefur verið kreist út í nærliggjandi bygðarlög,‘ var einhvern tímann sagt. Það hefur enginn efni á að búa í London. Í Knightsbridge keyra olíufurstarnir um á brynvörðum bílum og það klingir í skartgripum Dorrit og hinna ‚ladies who lunch‘. Í Chelsea, Hampstead, Belsize Park og Primrose Hill skutlast liðið með börnin í skólann á jeppunum sínum (aka The Chelsea Tractor) með 10 punda kaffi í pappamáli og Helenu Bonham-Carter og öðrum leikaralufsum sést bregða fyrir í antíkbúðunum. Í Tottenham, West Ham, Peckham, Brixton, Hackney, o.s.frv. o.s.frv. sjást endalausar breiður af bæjarblokkum, þar sem atvinnuleysið gengur í ættir (í sumum fjölskyldum þrjá til fjóra ættliði), og ekkert er við að vera, nema stunda einhverja smáglæpi sem koma þó fáum nokkurn tímann út úr hverfinu. Tony Blair/Ken Livingstone ætluðu einhvern tímann að reyna að koma upp húsnæði fyrir ‚venjulegt fólk‘ því nú búa hjúkkur, kennarar og slökkviliðsmenn (svo einhverjir séu nefndir) svo langt frá vinnustöðum sínum að til vandræða horfir.
Það er gömul klisja að London sé samsafn af þorpum og bæjum sem hafa lítið samneyti og að það sé bara þegar konunglegar athafnir (helst jarðarfarir eða brúðkaup) eru haldnar eða þegar barist er á götum úti að íbúarnir hittast eða taka eftir hver öðrum. Eitt sinn vann ég á rannsóknarstofnun, sem sérhæfði sig í félagssálfræðirannsóknum á þunglyndi, við að skrá niður viðtöl við fátækar mæður í borginni (jú, það var mjög upplífgandi starf…). Fæstar fóru nokkru sinni út úr sínu hverfi og ein þeirra átti í mesta basli að muna nafnið á Regents Park sem hún hafði einu sinni heimsótt til að fara í dýragarðinn.
Allt endurspeglar þetta hina margumtöluðu bresku stéttaskiptingu sem virðist ætla að takast að verða langlífari en nokkurn hefði grunað og nú þegar ConDem-stjórnin sker niður húsnæðis- og atvinnuleysisbætur, hækkar skólagjöld o.fl. o.fl. festist þetta allt saman enn í sessi. Dýrara er að ferðast um London en nokkru sinni fyrr, dýrara að lifa af og færri peningar, atvinna, námstækifæri en áður.
Þegar ég flutti fyrst í þessa borg, bjó ég í bæjarblokk í Peckham, sem logaði í óeirðum í fyrradag, og tók svo lestina frá Waterloo í hálftíma til skólans míns sem var í 19. aldar eftirlíkingu af franskri höll í Egham í Surrey sem státaði helst af Ferrari bílasölum (í miðju svokölluðu stockbroker belt), og í hvert sinn fannst mér eins og ég hefði stolist uppí Tardis vél Dr Who; þessar heimar áttu ekkert sameiginlegt og mættust aldrei nema hjá laumufarþeganum mér, sem strauk svo auðvitað fljótlega úr Peckham.
Mín uppáhaldsborg, sem var endalaus uppspretta nýrra hluta til að sjá og gera í öll þau ár sem ég bjó þar (enda var markmið okkar að heimsækja sem flest hverfi hennar), virðist þessa dagana ekkert hafa breyst síðan í óeirðunum á Thatcher-árunum. En svo slæmt er það ekki. Maður þarf ekki annað en að þvælast um lífleg hverfi eins og Brick Lane, Hoxton, Camden eða Borough markað, til að sjá að í hversdeginum í London býr allskonar fólk, allsstaðar að, saman alla daga og mætir svo vopnað kústum til að sópa eftir óeirðirnar, eins og húsmæður á nýársdag. Bara að þessu öllu sé ekki sópað undir teppið og látið eins og þetta skipti ekki máli og eigi sér engar ástæður sem hægt sé að takast á við…

Hugvísindaþing II

Minnisrannsóknir í bókmenntum og sagnfræði

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði
Gleymskan í minninu: um sérstakt hugtakasamband

Í erindinu verður rætt um tengsl hugtakanna minnis og gleymsku. Oft hefur verið bent á að gleymska er ekki andheiti eða andstæða minnis, heldur einmitt að samband þessara fyrirbæra sé mun nánara en svo; gleymska sé alltaf þáttur í hverri minningu. Fræðimenn hafa stungið upp á öðrum hugtökum til að lýsa andstæðu minnisins, eins og ‚þögn‘ eða ‚desmemoria‘. Orðin ‚óminni‘ og ‚algleymi‘ geta einnig varpað ljósi á þetta sérstaka samband. Hér verður skoðað hvernig þessi hugtakanotkun varpar ljósi á margar hliðar minnis og gleymsku, til dæmis varðandi heilastarfsemi, pólitík minnisins, viljandi gleymsku, bældar minningar og tráma. 

http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/%E2%80%9Agrafid_ur_gleymsku%E2%80%98_minnisrannsoknir_i_bokmenntum_og_sagnfraedi

Hugvísindaþing

Fyrirlestur laugardaginn 12. mars kl. 10.30 í Aðalbyggingu HÍ stofu 229

Safnið týnda: Pavelló de la Republica og samningurinn um gleymskuna.

Pavelló de la Republica var sýningarskáli Spænska lýðveldisins í miðri borgarastyrjöld á heimssýningunni í París 1937, þar sem Guernica Pablos Picasso var fyrst sýnd. Skálinn var endurbyggður í Barcelona 1992 og tveimur árum síðar var þar komið fyrir sameiginlegu safni ýmissa bóka- og skjalasafna sem einkum varðveitir heimildir um borgarastyrjöldina og Francotímann. Í fyrirlestrinum verður skoðað hvernig safnið endurspeglar þá togstreitu um minni og gleymsku sem einkennt hefur spænska orðræðu eftir að lýðræði var komið á að nýju og sú orðræða sett í samhengi við hugmyndir um minni, tráma, vitnisburði og gleymsku á 20. öld.

Á döfinni

Í mars er ýmislegt á döfinni:

Í dag 2. mars verða Menningarverðlaun DV veitt. Sjá http://www.dv.is/frettir/2011/2/24/allar-45-tilnefningarnar-til-menningarverdlauna-dv/

11.-12. mars er fyrra Hugvísindaþing. Sjá http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/fyrirlestrahladbord. Þar ætla ég að tala um Spán og gleymsku í fyrirlestrinum Safnið týnda: Pavelló de la Republica og samningurinn um gleymskuna.

25.-26. mars er svo síðara Hugvísindaþing. Þar tek ég þátt í spennandi málstofu um minnisrannsóknir. Nánar auglýst síðar…