Erindi

Ég held öðru hvoru erindi á málþingum á Íslandi og erlendis sem eru hluti af starfi mínu og tek ekkert gjald fyrir það.

Þar sem ég er í fullu starfi tek ég sjaldan að mér störf fyrir aðra aðila en Háskólann. Óski menn eftir slíkum aukastörfum, s.s. fræðsluerindum, yfirlestri eða ráðgjöf, er lágmarksgreiðsla 290 þúsund krónur fyrir hvert viðvik.

Alls hef ég flutt ríflega 160 erindi síðan árið 1994 og eru þá ótalin erindi í útvarpi.