Kennsla

I. Doktorsnemar

Ég leiðbeini nú fjórum doktorsnemum og sit í fjórum doktorsnefndum.

Andrew McGillivray varði doktorsritgerð sína frá Háskóla Íslands 23. nóv. 2015. Sean Lawing varði doktorsritgerð sína 25. apríl 2016. Christopher Crocker varði doktorsritgerð sína 7. október 2016. Þórdís Edda Jóhannesdóttir varði doktorsritgerð sína 7. nóv. 2016. Arngrímur Vídalín varði doktorsritgerð sína 2. nóvember 2017. Yoav Tirosh varði doktorsritgerð sína 29. október 2019.

Tíu doktorsverkefni sem ég hef haft umsjón með hafa hlotið styrki frá Rannís, Háskóla Íslands eða öðrum.

 

II. BA- og meistaraprófsritgerðir

Ég hef alls leiðbeinti 74 meistaraprófsritgerðum og BA-ritgerðum. Unnið er að þremur lokaritgerðum undir minni leiðsögn. Einkum leiðbeini ég ritgerðum um miðaldabókmenntir en einnig í ritlist, íslenskukennslu og um barnabókmenntir.

 

III.  Námskeið

Ég kenni reglulega inngangsnámskeiðin Íslensk bókmenntasaga (fyrri hluti) og Miðaldabókmenntir á fyrsta ári í íslensku.

Næsta haust (2022) kenni ég námskeiðið Njáls saga (ÍSL 510G).

Þá hef ég kennt í Viking and Medieval Norse og leiðbeini nemendum þar og í ritlist, auk nemenda í íslenskum bókmenntum.

Ég hef kennt átta fjölsótt námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands, hið seinasta vorið 2022.