Ýmsar greinar og erindi um bókmenntir og efni tengt fræðslu og háskólamálum:
- Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum (höfundar: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Magnús Karl Magnússon, Helga Margrét Ögmundsdóttir og Ástráður Eysteinsson,). Vísir, 7. júlí 2025.
- Samtal á ótal sviðum. Um rithöfundinn Matthías Johannessen. Morgunblaðið 4. apríl 2024 (ásamt Þresti Helgasyni).
- Óróapúls 1922. Ódysseifur, Eyðilandið og bókmenntir á þriðja áratugnum. Röð fimm útvarpsþátta. Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason. RÚV/Rás 1, 14. til 18. apríl 2022.
- Þræðir og þel. Um skáldverk Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Útvarpsþáttur, fluttur á RÚV/Rás 1, 1. janúar 2021.
- Að vera skáld og skapa. Vinnuhefti með 37 ljóðum Þorsteins frá Hamri. Útgefið af Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Safnahúsi Borgarfjarðar, Borgarnesi 2020. Ábyrgðarmenn: Guðrún Jónsdóttir safnstjóri og Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri. Ástráður Eysteinsson valdi ljóðin.
- Hugleiðingar um sögur og samtíma. Erindi flutt í Víðsjá á RÚV/Rás 1, 22. des. 2017, og birt á menningarvef RÚV (http://www.ruv.is/frett/hugleidingar-um-sogur-og-samtima).
- Formáli. Chomsky. Mál, sál og samfélag. Ritstj. Höskuldur Þráinsson og Matthew Whelpton, Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 2013, bls. 9-10.
- Vindasálin snertir streng [um ljóðabókina Allt kom það nær eftir Þorstein frá Hamri], Hugrás 29. nóv. 2011 (http://www.hugras.is/2011/11/ritdomur-vindasalin-snertir-streng/).
- Blaðað í bókum Helga [um verk og feril Helga Hálfdanarsonar]. Lesbók Morgunblaðsins 31. janúar 2009.
- Skáld lýðsins eða sjálfsins? [um skáldið Stein Steinar]. Lesbók Morgunblaðsins 11. október 2008.
- Skrifað með hnéfiðlu í djúpið [um skáldverk Steinars Sigurjónssonar]. Lesbók Morgunblaðsins 8. mars 2008.
- Ljósum logum. Heilabrot um samtímavægi Kafka. Lesbók Morgunblaðsins 29. september 2007.
- Alsnjóa í Kars. Um skáldsögu (og ósýnileg ljóð) eftir Orhan Pamuk. Lesbók Morgunblaðsins 22. september 2007.
- Meðbyr og mótlæti. Brugðist við kveinstöfum. Lesbók Morgunblaðsins 6. janúar 2007.
- Okkar maður, okkar silfraði heimur [um Nostromo eftir Joseph Conrad]. Lesbók Morgunblaðsins 1. júlí 2006.
- Myndir af Snorra [um Veginn að brúnni eftir Stefán Jónsson]. Lesbók Morgunblaðsins 18. mars 2006.
- Þýðingar og íslensk heimsmynd. Lesbók Morgunblaðsins 28. janúar 2006.
- Staðir ljóðsins. Lesbók Morgunblaðsins 23. apríl 2005.
- Launasjóður og listsköpun. Lesbók Morgunblaðsins 5. mars 2005.
- Samastaður í sögunni [um staðarvitund og samtímabókmenntir]. Lesbók Morgunblaðsins 11. september 2004.
- Menning – bókmenntir – listir. Morgunblaðið 24. mars 2004 (ásamt Guðna Elíssyni).
- Eru einhver bókmenntaverk sem teljast til heimsbókmennta enn óþýdd á íslensku? Vísindavefur Háskóla Íslands 2000. Fræðslupistill, endurbirtur lítillega endurskoðaður í bókinni Af hverju er himinninn blár? Spurningar og svör af Vísindavefnum. Ritstj. Þorsteinn Vilhjálmsson og Jón Gunnar Þorsteinsson, Reykjavík: Heimskringla 2003, bls. 159-160.
- Vitnisburður um hræringar. Bókmenntaverðlaun DV í sögulegu ljósi, DV, 1. febrúar 2003.
- Um bókmenntagæði. Lesbók Morgunblaðsins 23. nóvember 2002.
- Handan um höf. Þankar um ritverk Helga Hálfdanarsonar. Lesbók Morgunblaðsins 11. ágúst 2001.
- Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Fréttabréf Háskóla Íslands, 1999, 21 (4), bls. 7.
- Skipulag rannsóknarstofnana við Háskóla Íslands – álitsgerð vísindanefndar til rektors og háskólaráðs. Fréttabréf Háskóla Íslands, 1996, 18 (5), bls. 4-5.
- Ögn um rannsóknir og sjóði. Fréttabréf Háskóla Íslands, 1995, 17 (3), bls. 23-26.
- Outside the Circle. Iceland Review, Nr. 4, 1995 (Vol. 32), bls. 18-20.
- Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Morgunblaðið, 9. júlí 1992 (bls. 12-13).
- [Um nýlegar útgáfur á þýddum leikritum], í „Fregnum af bókum“, Skírnir, 166. árg., hausthefti 1992, bls. 492-493.
- [Um bókina Grikkland ár og síð], í „Fregnum af bókum“, Skírnir, 166. árg., vorhefti 1992, bls. 250-252.
- 328 uppflettigreinar um bókmenntir og rithöfunda (meðhöf. Eysteinn Þorvaldsson) í Íslensku alfræðiorðabókinni, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
- „Feður og synir. Um karlana í Hver er hræddur við Virginiu Woolf?“ og „Hjónabandið og vígslan“ [tveir pistlar um leikritið Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee]. Morgunblaðið 17. júní 1989.
- Ævintýri í tungumálinu [Thor Vilhjálmsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs], DV. 28. janúar 1988.
- Vitund um skapandi hættu? DV 28. nóvember 1987.
- [Um Eftirmála Regndropanna e. Einar Má Guðmundsson], Skírnir, 161. árg., vorhefti 1987, bls. 178-189.
- Herra frjáls í milliríkjasögu [um Með kveðju frá Dublin eftir Árna Bergmann]. Tímarit Máls og menningar, 1985, 46 (2), bls. 252-256.
- [Um Kvæðafylgsni e. Hannes Pétursson], Skírnir, 155. árg., 1981, bls. 217-222.
Ritdómar í dagblöðum:
- Að lifna á ný. Um ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar, Flautuleikur álengdar. Lesbók Morgunblaðsins 3. maí 2008.
- Bretónskir söngvar. Um ljóðasafnið Dimma drauma eftir sex bretónsk ljóðskáld og ljóðabókina Söngur regns og grafar eftir Xavier Grall, í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Morgunblaðið 24. desember 2007.
- Steinninn og vatnið. Um Söng steinasafnarans eftir Sjón. Morgunblaðið 6. desember 2007.
- „Meiri hamingju áður en staðirnir loka“. Um Blótgælur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur. Morgunblaðið 15. nóvember 2007.
- Félagi borg. Um Minnisbók eftir Sigurð Pálsson. Morgunblaðið 3. nóvember 2007.
- Skógarmaður. Um Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson. Lesbók Morgunblaðsins 20. október 2007.
- Myrkur, sól, borg. Um Loftskip e. Óskar Árna Óskarsson. Morgunblaðið 17. desember 2006.
- Rámur blús áranna. Um Í húsi Júlíu e. Fríðu Á. Sigurðardóttur. Morgunblaðið 2. desember 2006.
- Eirðarlaus í Berkeley. Um Ógæfusömu konuna e. Richard Brautigan í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Morgunblaðið 9. nóvember 2006.
- Sumarglaðningur. Um Fjórar línur og titil e. Braga Ólafsson og Ráð við hversdagslegum uppákomum e. Óskar Árna Óskarsson. Lesbók Morgunblaðsins, 12. ágúst 2006.
- Séð gegnum sárið. Um Landið í brjóstinu e. Þóru Jónsdóttur. Morgunblaðið 20. desember 2005.
- Suddi í Sandvík. Um Túrista e. Stefán Mána. Morgunblaðið 20. desember 2005.
- Ilmur af óliðnum dögum. Um Kvöldgöngu með fuglum e. Matthías Johannessen. Morgunblaðið 14. des. 2005.
- Sjálfur Guðjón? Um Stefnuljós e. Hermann Stefánsson. Morgunblaðið 6. desember 2005.
- Fíll í háu grasi. Um Slepptu mér aldrei e. Kazuo Ishiguro í þýð. Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Morgunblaðið 29. nóvember 2005.
- Skáld verður til og deyr. Um Lífið er annars staðar e. Milan Kundera í þýð. Friðriks Rafnssonar. Morgunblaðið 15. nóvember 2005.
- Sjóferðir, mýtur, sagnaspýtur. Um Argóarflísina e. Sjón. Morgunblaðið 15. nóvember 2005.
- Kuldakast. Um Vetrarborgina e. Arnald Indriðason. Morgunblaðið 8. nóvember 2005.
- Leitað höfuðlausnar. Um Höfuðlausn eftir Ólaf Gunnarsson. Morgunblaðið 8. nóvember 2005.
- Ódysseifur á norðurslóðum. Um Ódysseif eftir James Joyce í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Morgunblaðið 21. desember 1993.
- Um Í jaðri bæjarins e. Jónas Þorbjarnarson. DV 11. desember 1989.
- Sáðmaðurinn mikli. Um Sáðmenn e. Steinar Sigurjónsson. DV 24. nóvember 1989 (leiðrétting með viðbót 28. nóv.).
- Um Stálnótt eftir Sjón. DV 21. desember 1987.
- Um Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur. DV 18. desember 1987.
- Um Tungumál fuglanna e. Tómas Davíðsson [duln. Þráins Bertelssonar]. DV 1. desember 1987.
- Um skáldsöguna Móðir kona meyja e. Nínu Björk Árnadóttur. DV 16. nóvember 1987.
- Um Sykur og brauð e. Pétur Gunnarsson. DV 6. október 1987.
- Manneskjan í heiminum. Um The Deep Blue Sea, Pardon the Ocean e. Thor Vilhjálmsson. Þjóðviljinn 29. janúar 1982.
Ráðstefnur, aðrir viðburðir og samræður:
Spjallað um stutt bókmenntaform. Gunnarshús 26. maí 2025. Samræður Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur, Rúnars Helga Vignissonar og Ástráðs Eysteinssonar um örsögur og aðra knappa tjáningu á vettvangi skáldskapar - í tilefni af sérhefti tímartitsins Milli mála um það efni. Aðrir höfundar efnis í því hefti fjölluðu einnig um greinar sínar.
Pallborðsumræður á Hugvísindaþingi Háskóla 7. mars 2025. „Án okkar, heimsendir! Um hugvísindin og samfélagið í dag og á morgun.“ Fyrrverandi og núverandi sviðsforsetar, Ástráður Eysteinsson Guðmundur Hálfdanarson og Ólöf Garðarsdóttir, ræddu stöðu og framtíð hugvísinda. Pallborðinu stýrðu Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknarstjóri Hugvísindasviðs HÍ, og Ásta Kristín Benediktsdóttir, dósent við Íslensku- og menningardeild.
Kafkahátíð í Veröld, Háskóla Íslands, 27. febrúar 2025. Bókmennta- og listfræðastofun HÍ og Forlagið stóðu saman að þessum viðburði í tilefni af því að lokið var útgáfu ritraðar, sex bóka með íslenskum þýðingum Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar á meginhluta sagnaverks Franz Kafka. Gauti Kristmannsson ræddi við Ástráð um rithöfundinn Kafka og um áralangt þýðingasamstarf sem skilaði þessum bókum á íslensku. Annað slagið var gert hlé á samræðunum og fluttu þá ýmsir lesendur valda kafla úr bókunum.
Ástráður var í hópi fimm fræðimanna sem skipulögðu og önnuðust Nobel Symposium í Stokkhólmi 6.-10. júní 2023 í samstarfi við sænsku akademíuna sem fjármagnaði viðburðinn. Á þessari alþjóðlegu fræðaráðstefnu, sem nefndist Literary Judgment and the Fora of Criticism var fjallað um stöðu bókmenntagagnrýni og opinberrar umræðu um bókmenntir víðs vegar í heiminum. Á ráðstefnuna var boðið tuttugu og fjórum fyrirlesurum, fræðimönnum og rithöfundum, sem komu frá ýmsum löndum í fimm heimsálfum. Skipuleggjendur, sem einnig stýrðu málstofum á ráðstefnunni, voru: Mats Jansson, prófessor við Gautaborgarháskóla, Rita Felski, prófessor við University of Virginia, Ástráður Eysteinsson, prófessor við Háskóla Íslands, Sandra Richter, prófessor við Stuttgartháskóla og yfirmaður þýsku handritastofnunarinnar í Marbach, og Gisèle Sapiro, prófessor við CNRS–Ecole des hautes études en sciences sociales í París.
Samræða við Þröst Helgason um módernisma, fagurfræði og nútímastrauma í bókmenntum, í útvarpsþætti hans Svona er þetta, RÚV/Rás 1, 9. maí 2021.
Þátttaka í umræðum um skáldsöguna Beðið eftir barbörunum eftir J.M. Coetzee, Bók vikunnar, RÚV/Rás 1, 4. október 2020.
Þátttaka í umræðum um bókina Jakobína. Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur, Bók vikunnar, RÚV/Rás1, 23. febrúar 2020 (https://www.ruv.is/utvarp/spila/bok-vikunnar/23805/7i11rv).
Jörð úr ægi. Þáttur um Matthías Johannessen, skáld og ritstjóra. Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason. Aðrir þátttakendur: Einar Falur Ingólfsson, Guðrún Nordal og Silja Aðalsteinsdóttir. RÚV/Rás 1, 3. janúar 2020.
Tortryggni módernista í garð frásagna. Samtal við Torfa Tulinius og Ævar Kjartansson. Hluti af þáttaröð um frásagnir í mannlífinu. RÚV/Rás 1, 20. janúar 2019. (http://www.ruv.is/spila/ras-1/samtal/20190120?)
Um bókina Í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Viðtal í Víðsjá (RÚV/Rás 1), 7. nóv. 2018 (http://www.ruv.is/frett/i-barndomi-jakobina-sigurdardottir)
Heimsvaldastefnan ekki horfin. Viðtal um Heart of Darkness eftir Joseph Conrad í útvarpsþættinum Lestinni á RÚV/Rás 1, 30. ágúst 2017 (http://www.ruv.is/frett/heimsvaldastefnan-ekki-horfin).
Þátttaka í umræðum um bækurnar Fljótt fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson og Og svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsson, Bók vikunnar, RÚV/Rás 1, 6. desember 2015 (https://www.ruv.is/frett/fljott-fljott-thor-vilhjalmsson).
Þátttaka í umræðum um skáldsöguna Leigjandinn eftir Svövu Jakobsdóttur, Bók vikunnar, RÚV/Rás 1, 10. október 2015.
Þátttaka í umræðum um skáldsöguna Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco, Bók vikunnar, RÚV/Rás 1, 29. september 2014 (https://www.ruv.is/frett/nafn-rosarinnar-umberto-eco).
Annaðist, ásamt Sigurbjörgu Þrastardóttur, Hjalta Snæ Ægissyni og Eysteini Þorvaldssyni, fjögur ljóðakvöld á vegum Þjóðleikhússins undir yfirskriftinni Ljóðs manns æði: „Útrás í ljóðum“ (14. mars 2006), „Ljóðið í líkamlegri nálægð“ (28. mars 2006), „Mér brennur í muna“ (11. apríl 2006) og „Sótt og dauði íslenskunnar“ (25. apríl 2006). Umsjón af hálfu Þjóðleikhússins: Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri og leikari.
Samtal við Haruki Murakami eftir fyrirlestur hans í Hátíðasal Háskóla Íslands 9. september 2003 (á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands).
„Ég syng um þig borg.“ Samtal við Matthías Johannessen í Hátíðasal Háskóla Íslands, við setningu fræða- og menningarhátíðarinnar Líf í borg 25. maí 2000. Stytt útgáfa birt í Lesbók Morgunblaðsins 2. mars 2002. Þröstur Helgason skráði. (http://www.mbl.is/greinasafn/grein/655033/).
Spyrill á Ritþingi Matthíasar Johannessens, Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, 9. nóvember 2002.
Spyrill á Ritþingi Thors Vilhjálmssonar, Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, 21. janúar 2006.
Annað efni í fjölmiðlum:
Örkin. Vikulegur þáttur um erlendar nútímabókmenntir (umsjón: Ástráður Eysteinsson), Ríkisútvarpið/Rás 1, veturinn 1987-1988.
Annaðist bókmenntaumfjöllun í þættinum Mósaík í sjónvarpi RÚV veturinn 1998-1999.
„Þýðingar, bókmenntir og þjóðmenning“, RÚV (Rás 1), sex þættir: 13., 20. og 27. febr. , 6., 13. og 20. mars 1994.
„Á slóðum Helga. Um feril og ritverk Helga Hálfdanarsonar“, RÚV (Rás 1), þrír þættir: 19. apríl, 26. apríl og 3. maí 2009. Meðhöfundur: Eysteinn Þorvaldsson.
„Gamli maðurinn og sárið. Um feril og frásagnarverk Hemingways“, RÚV (Rás 1), þrír þættir: 13., 20. og 27. júní 2010.
„Dickens og Ísland“, RÚV (Rás 1), tveir þættir: 5. og 12. febrúar 2012.
„Edgar Allan Poe í íslenskum bókmenntaheimi“, RÚV (Rás 1), tveir þættir: 9. og 16. febrúar 2014.