Uni verður öruggari

Mikil umræða hefur verið um öryggi á þráðlausum netum undanfarið.  Eftirlit kerfisstjóra Reiknistofnunar leiddi í ljós að á tímabili var möguleiki innbrotum inn á vefi notenda uni.hi.is.  Kerfisstjórar hafa þó ekki orðið varir við neitt tilfelli um innbrot þessu tengt.
Nú er búið að flytja uni vefina yfir á öruggan vefþjón (https) og ætti þessi ofannefnda vá að vera úr sögunni.