qTranslate íbótin, sem hefur verið virk á uni.hi.is frá upphafi hefur valdið töluverðum vandræðum. Það er einstaklingur sem þróar íbótina og hefur greinilega ekki tök á að fylgja henni alveg eftir. Það nýjasta er að hann hefur dregið að uppfæra íbótina til að hún spili með nýjustu öryggisuppfærslu WordPress kjarnakerfisins, og veldur því að íbótin slekkur á sér. Það gerir síður sem eru fjöltyngdar skringilegar útlits.
Það er von á uppfærslu fjlótlega, en þetta er ekki ástand sem við getum búið við til lengdar.
Við stefnum á að taka qTranslate íbótina út úr kerfinu.
qTranslate er því miður þeirrar náttúru að það er ekki hægt á einfaldan hátt að hætta að nota það, að bakka út. Það þarf handvirkt að flytja texta á aukatungumálum í nýjar síður og færslur.
qTranslate verður ekki fjarlægð á næstu dögum eða vikum, en við ráðleggjum notendum að byrja að hugsa málið.