Í staðinn fyrir að skrifa nýja færslu um Björn Gunnlaugsson hef ég ákveðið birta skrá yfir allt efni sem ég hef tekið saman um þann merka mann og verk hans. Listinn er fyrir neðan myndina og hægt er að nálgast hverja grein með því að smella á viðeigandi titil.
Heimsmynd Björns er sett fram í hinu mikla ljóði hans, Njólu, og ítarlega umfjöllun um hana er að finna í grein minni Björn Gunnlaugsson og náttúruspekin í Njólu frá 2003.
- Einar H. Guðmundsson, 2003: Björn Gunnlaugsson og náttúruspekin í Njólu.
- Einar H. Guðmundsson, 2019: H.C. Örsted, bein og óbein áhrif hans á Íslendinga og upphaf kennslu í eðlisfræði og stjörnufræði við Reykjavíkurskóla.
- Einar H. Guðmundsson, 2018: Halastjarnan mikla árið 1858 - Mælingar og hughrif í upphafi nýrra tíma í stjörnufræði.
- Einar H. Guðmundsson, 2021: Tímamót í þróun stærðfræðilegra lærdómslista á Íslandi: Björn Gunnlaugsson hefur kennslu við Bessastaðaskóla árið 1822.
- Einar H. Guðmundsson, 2022: Kenning Björns Gunnlaugssonar um innsta eðli efnisins.
- Einar H. Guðmundsson, 2021: Gagnlegar heimildir um Björn Gunnlaugsson (1788-1876).
- Einar H. Guðmundsson, 2021: Prentuð verk Björns Gunnlaugssonar (1788-1876).
Þekktustu verk Björns:
* Stjarneðlisfræði og heimsfræði á Íslandi: Efnisyfirlit *