Doktorsvörn

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

Hinn 6. janúar 2017 var ég andmælandi við Kaupmannahafnarháskóla þegar Beeke Stegmann, gamall nemandi minn úr Medieval Icelandic Studies við Háskóla Íslands, varði doktorsritgerð sína "Árni Magnússon’s rearrangement of paper manuscripts". Afar ánægjulegt, enda frábær ritgerð. Frá vinstri: Anne Mette Hansen, leiðbeinandi, HB, Beeke Steegmann, Lena Rohrbach andmælandi og Annette Lassen andmælandi.