Takk fyrir sjávarafurðirnar?

Karl Benediktsson, júní 21, 2011

Mikið er rætt um fiskveiðistjórnunarkerfi þessa dagana - og þau geta sannarlega haft mikil áhrif! Íslendingar eru ekki þeir einu sem hafa áhuga á þessu málefni. Í dag tók ég þátt í vef-fyrirlestri til Nýfundnalands ásamt Önnu Karlsdóttur, kollega mínum við HÍ. Efnið var nýlega útkomin grein okkar Önnu, um íslensku bankabóluna og hrunið, sem og þátt framseljanlegs kvóta í fiskveiðum í að ýta bólunnni illræmdu af stað. Greinina má skoða hér.