Work in progress

Vefur verkefnis um dánarbú og önnur arfaskiptagögn var í desember 2020 settur upp hjá Þjóðskjalasafni Íslands á slóðinni danarbu.skjalasafn.is og þar eru nýtilegar leiðbeiningar ásamt ýmsum fylgigögnum. Sjá einnig viðtal 12. janúar 2021 á hlaðvarpi safnsins.

Haustmánuðir 2020. Reisubók séra Ólafs Egilssonar er komin út að nýju í umsjón okkar Kára Bjarnasonar. Verkið er gefið út eftir tveimur handritum og ýmis önnur rit og bréf fylgja, sum áður óbirt.

Út er komin skáldsagan Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen, endurgerð fyrstu útgáfu frá 1850 sem ekki hefur komið út síðan. Fyrir rúmum tveimur árum, haustið 2016, komu út hjá Sögufélagi Bréf Jóns Thoroddsens í útgáfu minni.

Út eru komnar Frásagnir af Íslandi eftir Johann Anderson, sem komu fyrst út í Hamborg árið 1746, í þýðingu okkar Gunnars Þórs Bjarnasonar - sjá tilkynningu frá Sögufélagi.

Birt í Uncategorized