Probate inventories - Dánarbú

Vefur verkefnisins var í desember 2020 settur upp hjá Þjóðskjalasafni Íslands á slóðinni danarbu.skjalasafn.is og þar eru nýtilegar leiðbeiningar ásamt ýmsum fylgigögnum.

An investigation into the mass of preserved Icelandic probate inventories from the period 1740-1900. These documents contain detailed lists of recently deceased persons’ private belongings, farming utensils and cattle. They were made by local officials (hreppstjóri) and district sheriffs (sýslumaður), and are now kept in the National Archives in Reykjavík. There are almost 2000 inventories from the years 1740-1800 and close to 30 thousand from the nineteenth century as a whole, most of them from the years 1830-1870. Close to 40 percent of these inventories concern women. The project has two goals:
a) A critical evaluation of the reliability and validity of these important historical sources.
b) An investigation into the ways they can be used in order to enhance our knowledge and understanding of Icelandic society before the advent of mechanisation.

Verkefnið felst í úttekt og greiningu á varðveittum dánarbúum og skiptabókum frá miðri 18. öld til loka 19. aldar. Þessi gögn geyma nákvæmar skrár yfir eftirlátnar eigur fólks og taka til fatnaðar, sængurfata, mataríláta, verkfæra og búfjár. Forsendan var sú að arfaskipti færu fram væru erfingjar ómyndugir eða fjarverandi. Talning sem ég framkvæmdi í fyrra leiddi í ljós að til eru um 1500 dánarbú frá því fyrir 1800 en ríflega 22 þúsund frá 19. öld, flest frá áratugunum 1830-1870. Nákvæm skráning á öllum tiltækum dánarbúum á Vesturlandi leiðir í ljós að líklega er talan nokkru hærri. Þetta þýðir er til er dánarbú eftir um það bil fimmta hvern látinn fullorðinn einstakling. Varðveisla er góð í öllum sýslum landsins. Flest dánarbúin eru eftir fólk á aldrinum 40-70 ára og um 40 af hundraði þeirra eru eftir konur. Eignadreifing er mikil í þeim skilningi að hinir látnu eru jafnt fátækir sem ríkir og allt þar á milli. Gögn þessi urðu til á fyrri öldum en sýslumenn fóru ekki að halda þeim til haga fyrr en eftir að erfðakafli Norsku laga frá 1687 var leiddur í lög hérlendis árið 1769. Ný skiptalög árið 1877 urðu síðan til þess að skráðum dánarbúum fækkaði og nákvæmni skráningar varð minni. Markmið verkefnisins er að meta áreiðanleika þessara heimilda og skilgreina tækifæri til rannsókna sem í þeim felast til aukinnar þekkingar og skilnings á íslensku samfélagi fram til 1900.