Þótt ég talaði tungum manna og engla...

Sveinbjörn Gizurarson, November 27, 2010

Kærleikskaflinn 1. Kor 13 hefst á þessum orðum: Þótt ég talaði tungum manna og engla...

Það er athyglisvert að hér er talað um að vera tvítyngdur, að tala tungumál tveggja heima. En gæti það skipt einhverju máli að vera tvítyngdur? Í rannsókn sem birtist þann 8. nóvember 2010 í tímaritinu Neurology, framkvæmd við Rotman Research Institute af Dr. Fergus Craik kemur fram að þeir sem eru tvítyngdir verða síður fyrir því að fá Alzheimers sjúkdóminn. Rannsóknin var gerð á 211 sjúklingum og þar kom fram að menntun, atvinna eða búseta hefur ekki áhrif á hvenær einstaklingur greinist með Alzheimers, hins vegar komu fram sterk tengsl milli þeirra sem bjuggu við tvítyngi og verndar gagnvart vitsmunalegri (cognitive) hrörnum, eða Alzheimer sjúkdómnum. Rannsóknin benti til þess að þeir sem stöðugt tala tvö tungumál fengu sjúkdóminn að meðaltali 5 árum síðar en þeir sem eingöngu töluðu eitt tungumál. Tvítyngi virðist þannig vernda vitsmunalega heilsu okkar og standa þannig gegn hrörnun.

Þessi rannsókn var styrkt af Canadian Institutes of Health Research og the Alzheimer Society of Canada.
Velkomin(n) á uni.hi.is. Þetta er fyrsta færslan þín. Breyttu henni eða eyddu, og byrjaðu að skrifa!

Welcome to uni.hi.is. This is your first post. Edit or delete it, then start blogging!