Category: Starfið

ICME 13

Ráðstefnan ICME 13 verður haldin í Hamborg síðustu vikuna í júlí.

Nýr vefur Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun

Guðný Helga Gunnarsdóttir, janúar 10, 2014

Opnaður hefur verið ný vefur Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun. Þar er að finna upplýsingar um ráðstefnur sem eru á döfunni sem og ýmsar hagnýtar upplýsingar um rannsóknarstofuna sem og tengla í rannsóknartímarit og erlendar stofnanir á sviði stærðfræðimenntunar.

Fésbókarsíðan Stærðfræðikennarinn

Guðný Helga Gunnarsdóttir, janúar 10, 2014

Opnaður hefur verið hópur á fésbókinni þar sem stærðfræðikennurum gefst tækifæri til að ræða um stærðfræðinám og kennslu og deila hugmyndum með öðrum kennurum. Hópurinn ber nafnið Stærðfræðikennarinn og var hann stofnaður af Ástu Ólafsdóttur Allir eru velkomnir í hópinn og hægt er að senda mér póst ef einhver vill bætast í hópinn.

Félag um rannsóknir á stærðfræðimenntun á Íslandi

Þann 2. mars 2011. var stofnað félag um rannsóknir á stærðfræðimenntun á Íslandi.  Félagið hefur það að markmiði að ýta undir og auka áhuga á rannsóknum á sviði stærðfræðimenntunar á Íslandi og að stuðla að aukinni menntun rannsakenda á þessu sviði. Félagið er opið einstaklingum sem styðja markmið félagsins.

Stjórn félagsins skipa Guðný Helga Gunnarsdóttir, formaður. Meðstjórnendur eru Kristín Bjarnadóttir og Ingólfur Gíslason og varamenn eru þær Þóra Rósa Geirsdóttir og Ólöf Björg Steinþórsdóttir.

Félagið hefur sótt um aðild að NoRME - Norrænum samtökum félaga um stærðfræðimenntun á Norðurlöndum en aðalfundur þess félags verður haldinn föstudaginn 13. maí kl. 16:15 í HÍ v/Stakkahlíð í tengslum við NORME 11

NORMA 11- Ráðstefna um stærðfræðimenntun

Guðný Helga Gunnarsdóttir, nóvember 9, 2010

NORMA 11 - Norræn ráðstefna um stærðfræðimenntun verður haldin í Hí við Stakkahlíð dagana 11. - 14. maí 2011.

NORMA 11 er sjötta norræna ráðstefnan um rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar.  Hún er haldin í samstarfi við NORME norræn samtök félaga um rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar. Á ráðstefnunni gefst rannsakendum á sviðinu tækifæri til að kynna rannsóknir sínar með ýmsum hætti. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar. http://vefsetur.hi.is/norma11/ en frestur frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 1. apríl. . Kennurum gefst tækifæri til að koma sem gestir á ráðstefnuna í einn dag og kostar það 6000 kr. . Þeir sem íslendingar sem ætla að skrá sig gera það í gegnum  heimasíðuráðstefnunnar og fá upplýsingar um hverngi greiða má ráðstefnugjald með því að senda póst á norma11@hi.is.

Á ráðstefnunni verða haldin um eitt hundarð erindi um rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar á Norðurlöndum og víðar og ljóst er að þátttakendur verða vel á annað hundrað.

Aðalfyrilesarar ráðstefnunnar verða þau  Marit Johnsen-Høines frá Háskólanum í Bergen, Núria Planas, Universitat Autonoma de í Barcelona, Bharath Sriraman, Háskólanum í Montana og Roger Säljö frá Háskólanum í Gautaborg. 

Frestur til að skrá sig sem þátttakanda í ráðstefnunni er til 1. apríl 20100.