NORMA 11- Ráðstefna um stærðfræðimenntun

Guðný Helga Gunnarsdóttir, nóvember 9, 2010

NORMA 11 - Norræn ráðstefna um stærðfræðimenntun verður haldin í Hí við Stakkahlíð dagana 11. - 14. maí 2011.

NORMA 11 er sjötta norræna ráðstefnan um rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar.  Hún er haldin í samstarfi við NORME norræn samtök félaga um rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar. Á ráðstefnunni gefst rannsakendum á sviðinu tækifæri til að kynna rannsóknir sínar með ýmsum hætti. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar. http://vefsetur.hi.is/norma11/ en frestur frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til 1. apríl. . Kennurum gefst tækifæri til að koma sem gestir á ráðstefnuna í einn dag og kostar það 6000 kr. . Þeir sem íslendingar sem ætla að skrá sig gera það í gegnum  heimasíðuráðstefnunnar og fá upplýsingar um hverngi greiða má ráðstefnugjald með því að senda póst á norma11@hi.is.

Á ráðstefnunni verða haldin um eitt hundarð erindi um rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar á Norðurlöndum og víðar og ljóst er að þátttakendur verða vel á annað hundrað.

Aðalfyrilesarar ráðstefnunnar verða þau  Marit Johnsen-Høines frá Háskólanum í Bergen, Núria Planas, Universitat Autonoma de í Barcelona, Bharath Sriraman, Háskólanum í Montana og Roger Säljö frá Háskólanum í Gautaborg. 

Frestur til að skrá sig sem þátttakanda í ráðstefnunni er til 1. apríl 20100.