Um mig

Lektor í stærðfræðimenntun við HÍ frá 2007

Starfsferill við KHÍ

 • Lektor frá 2004-2007
 • Aðjúnkt 2002-2004
 • Stundakennari 1999-2002
 • Aðjúnkt 1997-1999
 • Æfingakennari 1992-1997
 • Stundakennari 1980-1992
 • Æfingakennari við Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands 1992-1998.

Önnur störf

 • Námstjóri í stærðfræði við menntamálaráðuneytið 1990-1992.
 • Grunnskólakennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi 1975-1990.
 • Kennsluráðgjafi og ritstjóri í Námsgagnastofnun 1985-1990.
 • Kennsluráðgjafi og námstjóri í stærðfræði við skólarannsóknardeild menntamálaráðuneytisins 1979-1983.

Viðurkenningar

 • Íslensku menntaverðlaunin 2011 fyrir framlag á sviðið námsefnisgerðar. Bókaflokkurinn Geisli námsefnið í stærðfræði fyrir unglingastig.
 • Tilnefning til viðurkenningar Hagþenkis 2008 fyrir bókaflokkinn Átta-10, námsefni í stærðfræði fyrir unglingastig.

Bakgrunnur og fræðasvið

Löng reynsla af kennslu í grunnskóla, kennsluráðgjöf í stærðfræði, námsefnisgerð, námskeiðahaldi fyrir stærðfræðikennara og stundakennslu við KHÍ áður en ég var ráðin í stöðu lektors í stærðfræðimenntun við KHÍ 2004. Tók einnig þátt í stefnumörkun á sviði mennatmála í gegnum störf mín hjá Menntamálaráðuneyti á árunum 1980-83 og 1990-1992.

Helsta framlag á fræðasviði

Meginframlag mitt á fræðasviðinu er samning og þróun námsefnis í stærðfræði fyrir grunnskóla. Ég er einn af aðalhöfundum nýs námsefnis í stærðfræði fyrir 6.-10. bekk sem út kom á árunum 2003-2008. Áhersla hefur lögð að nýta rannsóknir á stærðfræðinámi og –kennslu við gerð námsefnisflokksins sem samanstendur af grunnbókum, vinnubókum, námsmatsverkefnum, verkefnamöppum og kennsluleiðbeiningum. Í kennsluleiðbeiningum eru kaflar um breyttar áherslur í stærðfræðimenntun og á hvaða hugmyndum þær byggja. Námsefni þetta hefur verið gefið út af Námsgagnastofnun og er notað sem grunnsnámsefni í stærðfræði í flestum ef ekki öllum grunnskólum á Íslandi. Einnig hef ég þýtt og staðfært stærðfræðiverkefni fyrir unga grunnskólanemendur sem gefin hafa verið út af Námsgagnastofnun.

Ég hef tekið þátt í að þróa og móta símenntun stærðfræðikennara á Íslandi í rúma tvo áratugi. Hef ég árlega haldið fjölda námskeiða og fræðslufunda fyrir kennara allt frá því um 1980. Á árunum 1997-1999 stýrði ég starfsþróunarverkefni fyrir stærðfræðikennara í Hafnarfirði sem gekk undir nafninu Stærðfræðiátakið í Hafnarfirði. Meistaraprófsverkefni mitt fólst í úttekt og mati á því verkefni.

Ég bjó í Vietnam á árunum 1999-2002 og þar lagði ég áherslu á að kynna mér landið, sögu þess, siði og venjur. Ég skrifaði fjölda greina í ýmis rit, m.a. í Flatarmál, málgagn Flatar – samtaka stærðfræðikennara. Einnig skrifaði ég nokur færðslurit fyrir almenning á ensku sem gefin voru út í Víetnam um merk hof og pagóður í Hanoi.