Nýr vefur Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun

Guðný Helga Gunnarsdóttir, January 10, 2014

Opnaður hefur verið ný vefur Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun. Þar er að finna upplýsingar um ráðstefnur sem eru á döfunni sem og ýmsar hagnýtar upplýsingar um rannsóknarstofuna sem og tengla í rannsóknartímarit og erlendar stofnanir á sviði stærðfræðimenntunar.

Fésbókarsíðan Stærðfræðikennarinn

Guðný Helga Gunnarsdóttir, January 10, 2014

Opnaður hefur verið hópur á fésbókinni þar sem stærðfræðikennurum gefst tækifæri til að ræða um stærðfræðinám og kennslu og deila hugmyndum með öðrum kennurum. Hópurinn ber nafnið Stærðfræðikennarinn og var hann stofnaður af Ástu Ólafsdóttur Allir eru velkomnir í hópinn og hægt er að senda mér póst ef einhver vill bætast í hópinn.