Þróunarstarf sem grunnskólakennari

Grunnskólastig

1999 Samdi ásamt Arnheiði Borg samræmd próf í íslensku fyrir nemendur 4. og 7. bekkjar.

1998 Samdi ásamt Arnheiði Borg samræmd próf í íslensku fyrir nemendur 4. og 7. bekkjar.

1987 – 2000

Lækjarskóli, Hafnarfirði

Bekkjarkennari: Umsjónarkennari nemenda á aldrinum 6-12 ára.

Fagleg áhersla m.a.:

  • vinnubrögð heildtækrar skólastefnu, notaði og þróaði m.a. athafnamiðað mat, einstaklingsnámskrá, námssögu nemenda og hugstormun kennsluáætlunar
  • endurskipulagði og breytti vinnubrögðum í sérkennslu
  • kynnti samvirkt nám í skólanum og nýtti í eigin kennslu
  • kynnti stærðfræðikennslu byggða á skilningi barna og nýtti hugmyndafræði og kennsluaðferðir í eigin kennslu
  • kynnti og notaði “Markvissa málörvun” í kennslu
  • endurskipulagð kennslu í 1. bekk með teymiskennslu í huga
  • lagði áherslu á fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf sem byggðist á því að koma til móts við sem flestar þarfir í mikið getublönduðum bekk

Sérkennari:

Sérkennari og kenndi nemendum frá 6 ára til 16 ára.

Fagleg áhersla m.a.:

  • endurskipulagði alla sérkennslu í Lækjarskóla í samvinnu við Jóhönnu Valdemarsdóttur sérkennara
  • samkennslu eða kennslu í hópum á móti bekkjarkennurum
  • kenna sérkennslu nemendum inni í bekknum í staðinn fyrir að taka þá út úr tímum
  • þróa eyðublöð til að auðvelda samskipti við bekkjarkennara
  • vann með kennurum 1. bekkjar að breyttum vinnubrögðum í lestrarkennslu

Fagstjóri í sérkennslu

Ég var fagstjóri í sérkennslu árin 1987-1989 og árið 1990-1991.

Fagleg ábyrgð m.a.:

  • Skipuleggja sérkennslu úrræði í skólanum.
  • Skrifa einstaklingsnámskrár
  • Styðja umsjónarkennara við gerð einstaklingsáætlunar.
  • Skipuleggja og stjórna fundum
  • Aðlaga námskrár, námsefni, próf og námsmat.
  • Greina og meta sérflarfir nemenda.

Fagstjóri í stærðfræði og íslensku

Ég var fagstjóri árin 1993-1995.

Fagleg ábyrgð m.a.:

  • Gæta þess að kennarar hafi það námsefni sem þeir þurfa.
  • Veita kennslufræðilegan stuðning í þessum greinum.
  • Aðstoða við að meta stöðu og árangur nemenda.
  • Skipuleggja faglega þróun kennara í þessum greinum, með því t.d. að fá fyrirlesara og námskeið í skólann.

1979-1987       Engidalsskóli, Hafnarfirði

Bekkjarkennari: 

Kenndi börnum frá 6 til 10 ára.

Faglegar áherslur m.a.:

  • Í þessum skóla var lögð áhersla á samvinnu kennara og samkennslu. Margar nýjungar við skipulagningu kennslunnar og kennsluaðferðir voru reyndar. Lögð var áhersla á öflugt foreldrasamstarf þar sem foreldrar tóku þátt í kennslu á föstudögum. Tilraunakenndi nýtt námsefni í samfélagsfræði.
  • Vann að nýjum og breyttum kennsluháttum t.d. LTG, notkun tölva í skólastofunni og hópvinnu.
  • Þróaði ásamt öðrum kennurum skólans nýja tegund umsagnar um námsgengi nemenda.

 

1974-1979       Fellaskóli, Reykjavík

Bekkjarkennari:

Kenndi hjálparbekk, nemendum með sérþarfir vegna náms-og félagslegra erfiðleika. Ég kenndi þessum nemendum frá 9 ára aldri til 12 ára aldurs.

Faglegur ávinningur m.a.:

  • Haustið 1975 skipulögðu kennarar skólans samvinnu meðal kennara sem hittust einu sinni í viku og skipulögðu kennsluna.
  • Ég var árgangastjóri í mínum árgangi og fundaði með skólastjórnendum og öðrum árgangastjórum einu sinni í mánuði.
  • Þróaði ný vitnisburðarblöð.
  • Tilraunakenndi nýtt námsefni í stærðfræði og samfélagsfræði.