Einstakt tækifæri til endurskoðunar

Arnfríður Guðmundsdóttir, 14. October 2010

Þjóðin hefur nú einstakt tækifæri til að endurskoða grundvöll samfélagsins og móta stefnu til framtíðar.

Ég tel mikilvægt að sú framtíðarstefna sem við setjum okkur leggi grunn að réttlátu samfélagi sem byggt er á jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum, óháð kyni, kynþætti, kynhneigð, fjárhagslegri stöðu, trúarsannfæringu eða búsetu.

Til þess að Ísland framtíðarinnar verði slíkt samfélag þurfum við að efla lýðræðislega þátttöku allra Íslendinga og sjá til þess að allir hafi aðgang að nauðsynlegri þjónustu. Það þarf einnig að tryggja að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar og að þeim verði ekki fórnað fyrir stundarhagsmuni.