Andlát og arfleifð, fimmti kafli greinarinnar um Niels Bohr og Íslendinga var birtur hér í gær. Færslan hvarf hins vegar með húð og hári í dag, fimmtudaginn 23. febrúar 2023. Ástæðuna þekki ég ekki, en Upplýsingaþjónustu Háskóla Íslands, sem heldur utan um þennan vef, hefur þegar verið gert viðvart.
Nú er bara að krossa fingur og vona, að tölvusnillingar Háskólans leysi vandann og galdri fram kaflann góða, lesendum til ánægju og yndisauka.
Með bjartsýniskveðju, Einar H. Guðmundsson
Viðbót 24. febrúar - Nú er komið svar frá tölvuþjónustu Háskóla Íslands:
Beiðni afgreidd / Issue closed
Góðan dag / Good day
Sælir Einar,
Við urðum fyrir því óláni í gærmorgun að tölvuþrjótar komust yfir þjóninn uni.hi.is og því miður urðum við að setja upp þjóninn upp aftur með afritum sem tekin voru síðastliðinn laugardag og því miður þá töpuðust þar af leiðandi allar færslur á vefi frá laugardegi til gærdagsins.
Vil einnig benda á að að það hefur verið tekin ákvörðun um að leggja niður þessa þjónustu og verður uni.hi.is líklegast lokað nú á næstu mánuðum til samræmis við vefstefnu Háskóla Íslands. https://www.hi.is/haskolinn/vefstefna_haskola_islands
Stutt tilkynning hefur verið sett á forsíðu https://uni.hi.is um þessa lokun, en endanleg dagsetning hefur ekki verið sett fram enn.
Okkur þykir leitt að gögn hafi tapast en þannig er einfaldlega staðan sem við lentum í.
bestu kveðjur
(undirskrift sleppt hér)
Það virðist því ekkert annað fyrir mig að gera, en skrifa færsluna inn aftur og birta á ný (sem betur fer á ég nýtanlegt afrit). - Læt svo vita, þegar færslan fer aftur í loftið.
Það veldur mér meiri áhyggjum, að skv. svarinu stendur til að loka uni.hi.is - þjóninum sem geymir þetta blogg. Ég þarf því að fá ráð frá ykkur um það, hvernig best sé að bregðast við, bæði hvað varðar varðveislu núverandi greina (sem skipta tugum) og nýjar færslur í ekki allt of fjarlægri framtíð.
Einar
einar@hi.is