Þessi færsla er sú þriðja af fjórum og framhald af tveimur fyrri færslum: Halastjörnur fyrr og nú - 1. Frá miðöldum til loka sautjándu aldar og Halastjörnur fyrr og nú - 2. Átjánda og nítjánda öld.
Halastjörnur í upphafi tuttugustu aldar
Í lok janúar árið 1910 sáu nokkrir Reykvíkingar halastjörnu lágt á himni í útsuðri og töldu að þar væri komin hina fræga Halley-stjarna, sem menn höfðu haft fréttir af úr dagblöðum og tímaritum. Svo reyndist þó ekki vera, heldur var þarna á ferðinni óvæntur gestur, hin svokallaða janúarhalastjarna 1910:
- Björn M. Ólsen, 5. feb 1910: Halastjarnan.
- Björn M. Ólsen, 10. feb. 1910: Halastjarnan.
- Ingólfur, 18. feb. 1910: Halastjarnan.
Eftir að menn höfðu náð sér eftir mestu undrunina, var tiltölulega lítið fjallað um þessa merku halastjörnu hér á landi. Allir voru að bíða komu Halley-stjörnunnar á vormánuðum.
Ég hef ekki enn fundið neinar áreiðanlegar heimildir um það, að halastjarna Halleys hafi sést á Íslandi vorið 1910. Á norðurslóðum voru skilyrði til þess að koma auga á stjörnuna fremur óhagstæð og hér á landi var sennilega allt of bjart til þess að hún sæist.
Mikið var þó fjallað um Halley-stjörnuna í íslenskum blöðum. Strax haustið 1909 var farið að undirbúa almenning fyrir komu gestsins:
- Ísafold, 4. sept. 1909: Halastjarna í heimsókn.
- Þjóðólfur, 1. okt. 1909: Halastjarna.
- Frækorn, 22. nóv. 1909: Halley's halastjarna.
- Lögberg, 2. des. 1909: Um halastjörnur + Halastjarna Halley's.
- Lögrétta 16. feb. 1910: Halley's halastjarna.
Um vorið komu tveir Þjóðverjar til landsins og var megintilgangur ferðarinnar að kanna hugsanleg segul- og rafhrif frá halastjörnunni. Engin slík hrif fundust:
- Ísafold, 20. apríl 1910: Halastjarna Halleys. Þýsk rannsóknarferð til Íslands.
- Vestri, 30. apríl 1910: Halastjarnan.
- Leó Kristjánsson, 1985-88: Þrjár greinar um norðurljósaleiðangra til Íslands á árunum 1883-1910 (sjá tvær síðustu síðurnar).
Að erlendri fyrirmynd lögðu íslensk blöð áherslu á, að lítil sem engin hætta væri af halastjörnunni, en áætlað hafði verið að jörðin gæti lent í hala hennar 18. eða 19. maí. Það sem einkum mun hafa hrætt menn, var þrálátur orðrómur þess efnis, að halinn væri fullur af bráðdrepandi blásýrugasi:
- Ísafold, 4. maí 1910: Halastjarnan. Algjörlega hættulaus jarðarbúum.
- Lögrétta, 4. maí 1910: Halleys halastjarnan.
- Reykjavík, 7. maí 1910: Halastjarnan nálgast jörðina + Halastjörnu-hræðsla + Harðindin og halastjarnan.
- Ingólfur, 9. maí 1910: Halastjörnuhræðsla.
- Fjallkonan, 11. maí 1910: Halastjarnan.
- Helgi Pjeturss, 14. maí 1910: Halastjörnudagar.
- Frækorn, 18. maí 1910: Stjörnur.
Eins og flestir stjarnvísindamenn höfðu sagt fyrir, urðu jarðarbúar ekki fyrir neinum beinum áföllum af völdum halastjörnu í þetta sinn:
- Þjóðólfur, 20. maí 1910: Halastjörnudagarnir.
- Ísafold, 21. maí 1910: Halastjarnan.
- Vestri, 21.maí 1910: Halley's halastjarnan.
Þetta sérkennilega uppistand í maí 1910 fékk fljótlega sinn fasta sess í menningarsögunni og er oft til þess vitnað:
- E. E. Barnard, 1914: Visual Observations of Halley's Comet in 1910.
- Ýmsar skopmyndir: The Earth will pass through the Comets Tail.
- The Guardian, 20. des. 2012: Apocalypse postponed: how Earth survived Halley's comet in 1910.
- Stefán Pálsson, 22. feb. 2016: Morgundagurinn kemur aldrei.
Almennt um halastjörnu Halleys og heimsóknina 1910:
- J. C. Dean, 1908: The Story of Halley's Comet.
- R. E. Wilson, 1910: The Story of Halley and his Comet.
- G. W. Kronk: 1P/Halley.
Tveir íslenskir stjarnvísindamenn í Bandaríkjunum á 20. öld
Margir íslenskir raunvísindamenn störfuðu í Bandaríkjunum á tuttugustu öld, sumir alla starfsævina, aðrir aðeins tímabundið. Í þessum hópi voru nokkrir stjarnvísindamenn, þar á meðal tveir sem hér verður sérstaklega rætt um, þeir Sturla Einarsson (1879-1974) og Gísli Hlöðver Pálsson (f. 1943). Ástæðan fyrir valinu er sú, að þeir lögðu báðir til sinn skerf í rannsóknum á halastjörnum, þótt með ólíkum hætti væri.
Sturla Einarsson
Um þessar mundir er í vinnslu sérstök færsla um Sturlu og störf hans og því verður aðeins minnst á örfá atriði hér.
Sturla fæddist í Skagfirði árið 1879, sonur hjónanna Jóhanns Einarssonar og Elínar Benónýsdóttur. Fjögra ára gamall fluttist hann alfarinn til Bandaríkjanna með foreldrum sínum og flokkast því samkvæmt hefð sem Vestur-Íslendingur.
Sturla lauk doktorsprófi í stjörnufræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1913 með ritgerð um brautir Trójusmástirna. Hann starfaði síðan við skólann allan sinn starfsaldur og varð prófessor í stjörnufræði 1918.
Í akademískum störfum sínum lagði Sturla mesta áherslu á kennslu og stjórnunarstörf, en á námsárunum stundaði hann öflugar rannsóknir við útreikninga á brautum nýuppgötvaðra halastjarna. Alls munu hafa birst eftir hann niðurstöður um brautir 16 slíkra stjarna (ekki þó halastjörnu Halleys):
- Sturla Einarsson: Greinar 1906-1935.
Frekari upplýsingar um störf og persónu Sturlu eru að finna í eftirfarandi minningargrein eftir þrjá fyrrum stúdenta hans og samstarfsmenn:
- H. F. Weaver, L. E. Cunningham og C. D. Shane, 1980: Sturla Einarsson.
Gísli Hlöðver Pálsson (Jack G. Hills)
Foreldrar Keflvíkingsins Gísla Hlöðvers voru þau Kristín Gísladóttir og Páll S. Pálsson. Árið 1949 fluttist hann til Bandaríkjanna með móður sinni, þá sex ára gamall. Í hinu nýja landi tók hann upp ættarnafn stjúpföðurs síns og nefndist eftir það Jack Gilbert Hills.
Gísli Hlöðver/Hills vakti snemma athygli fyrir framúrskarandi hæfileika á sviði raunvísinda, einkum þó stjörnufræði og eðlisfræði, eins og sjá má á þessum íslenska fréttapistli:
- Morgunblaðið, 1. mars 1962: Menn og málefni.
Árið 1969 lauk Hills doktorsprófi í stjarneðlisfræði frá Michigaháskóla með ritgerð um uppruna og þróun sólkerfisins. Þetta verk hans vakti talsverða athygli:
- Timinn, 2. apríl 1970: Ungur Keflvíkingur hlýtur viðurkenningu í Bandaríkjunum sem vísindamaður.
- Jack G. Hills, 1970: Dynamic Relaxation of Plaetary Systems and Bode's Law.
- Jack G. Hills, 1970: The Formation of the Terrestrial Planets.
Að námi loknu vann Hills áfram að rannsóknum í stjarneðlisfræði við Michiganháskóla og fleiri skóla. Árið 1981 þáði hann svo stöðu sem stjarneðlisfræðingur við Los Alamos Rannsóknarstofnunina í Nýju Mexíkó.
Jack Hills er sérfræðingur í útreikninum á hreyfingu himintungla, sviði sem kalla mætti stjörnuaflfræði á íslensku, og þar hefur hann gert ýmsar mikilvægar uppgötvanir. Fyrir utan áðurnefndar niðurstöður um reikistjörnukerfi, færði hann meðal annars rök fyrir því árið 1981, að flesta halastjörnukjarna sé að finna, ekki í hinu fjarlæga Oort-skýi, heldur í skífulaga svæði í plani sólkerfisins fyrir utan svokallað Kuiper-belti. Þessi skífa er nú við hann kennd og kölluð Hills-skýið, en stundum er einnig talað um innra Oort-skýið.
- J. G. Hills, 1981: Comet showers and the steady-state infall of comets from the Oort cloud.
Á níunda og tíunda áratugnum vann Hills meðal annars að rannsóknum á hreyfingum smástirna og halastjarna í sólkerfinu og áhrifum hugsanlegra árekstra slíkra fyrirbæra við jörðina:
- J. G. Hills og M. P. Goda, 1993: The fragmentation of small asteroids in the atmosphere.
- J. G. Hills og C. L. Mader, 1997: Tsunami Produced by the Impact of Small Asteroids.
- J. G. Hills og M. P. Goda, 1999: Damage from comet-asteroid impacts with Earth.
- Morgunblaðið, 1998 (viðtal við Hills): Eins og þruma úr heiðskíru lofti.
- Kvikmyndin Deep Impact frá 1998.
Árið 2005 fannst sólstjarna, sem ferðaðist með ofsahraða í gegnum Vetrarbrautina. Fljótlega kom í ljós, að Hills hafði spáð fyrir um tilvist slíkra stjarna sautján árum áður:
- Jack G. Hills, 1988: Hyper-velocity and tidal stars from binaries disrupted by a massive Galactic black hole.
- Wikipedia: Hypervelocity stars.
- Lifandi vísindi, 2010: Stjörnur flýja frá útskýringum fræðimanna.
- BBC, 2015: Hypervelocity stars wander cosmos.
Hills hefur unnið að mörgum öðrum áhugaverðum verkefnum á sviði stjörnuaflfræði. Eftirfarandi listi gefur góða mynd af helstu viðfangsefnum hans:
- Jack G. Hills: Greinar frá og með 1970.
Meira um halastjörnur á tuttugustu öld
Áður hefur verið minnst á nokkrar 20. aldar halastjörnur, til dæmis janúarstjörnuna 1910 og Halley-stjörnuna, sem kom í heimsókn skömmu síðar. Einnig ýmsar halastjörnur, sem Sturla Einarsson reiknaði brautir fyrir á árunum 1906 til 1929. Hér á eftir verða hins vegar taldar upp aðrar helstu halastjörnur tuttugustu aldar og þá einkum þær, sem vöktu sérstaka athygli hér á landi, annað hvort vegna birtu og fegurðar eða af öðrum ástæðum.
Tímabilið frá 1900 til 1950
◊ Atburðurinn í Tunguska árið 1908:
- Lesbók Morgunblaðsins, 1960: Sprengingin mikla í Síberíu.
- J. Baxter, 1977: Með blindandi leiftri og ægilegum gný.
- Gunnlaugur Björnsson, 1999: Hvað gerðist í Tunguska?
◊ Pons-Winnecke halastjarnan 1921:
- Sturla Einarsson og fleiri, 1921: Elements and ephemeris of Comet B 1921 (Pons-Winnecke).
- Morgunblaðið, maí 1921: Árekstur á halastjörnu?
- Morgunblaðið, júní 1921: Pons-Winnecke halastjarnan.
- Lesbók Morgunblaðsins, okt. 1927: Halastjörnur og hjátrú í sambandi við þær.
- G. W. Kronk: 7P/Pons-Winnecke.
◊ Steinþór Sigursson og Comas Solà halastjarnan 1926:
Á þriðja áratug tuttugustu aldar lagði Reykvíkingurinn Steinþór Sigurðsson stund á stjörnufræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Þar naut hann leiðsagnar Elis Strömgren, eins fremsta sérfræðings heims á þeim tíma í útreikningum á brautum halastjarna og smástirna.
Steinþór lauk magisterprófi í stjörnufræði árið 1929 með ritgerð um nýja útreikninga á brautum svokallaðra Trójusmástirna. (Það er skemmtileg tilviljun, að sextán árum áður hafði Sturla Einarsson fjallað um svipað efni í doktorsritgerð sinni.)
- Steinþór Sigurðsson, 1929 (birt 1933): Über die Bewegung des Planeten der Jupitergruppe 588 Achilles in der Zeit von 1906 bis 1929.
Á námsárunum stundaði Steinþór meðal annars athuganir á breytistjörnum og stjörnumyrkvum, en jafnframt birti hann skemmtileg grein um halastjörnuna Comas Solà:
- G. W. Kronk: 32P/Comas Solá.
- Steinþór Sigurðsson, 1927: Komet Comas Solà (1926 f) - Greinin í heild sinni:
◊ Giacobini-Zinner halastjarnan og Drakonítar árin 1933 og 1946:
- Morgunblaðið, október 1933: Halastjarna rakst á jörðina hinn 9.október.
- Morgunblaðið, október 1946: Óteljandi vígahnettir sjást á Norður- og Austurlandi
- Alþýðublaðið, október 1946: Halastjarna sást á Kópaskeri.
- D. J. Asher og D. I. Steel, 2011: Draconid meteor storms.
- G. W. Kronk: 21P/Giacobini-Zinner.
Tímabilið 1950-1970
◊ Tvær greinar um halastjörnur:
- R. A. Lyttleton, 1957: Geislabrandar himinhvelsins.
- Lesbók Morgunblaðsins, 1960: Flökkuljós himingeimsins: Halastjörnur.
◊ Arend-Roland halastjarnan 1956:
Fréttir af þessari björtu og sérlega fallegu halastjörnu bárust snemma til landsins:
- Þjóðviljinn, 1. febrúar 1957: Halastjarna mun birtast á föstudaginn langa.
- Alþýðublaðið, 4. apríl 1957: Halastjarna á leið til jarðar. Með viðtali við Trausta Einarsson stjörnufræðing.
- Vísir, 23. apríl 1957: Arend-Roland halastjarnan sást vel í gærkvöldi.
- Morgunblaðið, 24. apríl 1957: Þúsundir bæjarbúa horfðu á halastjörnu í fyrrakvöld.
- Morgunblaðið, 24. apríl 1957: Halastjarnan er í 82 milljón km fjarlægð.
- Morgunblaðið, 24. apríl 1957: Halastjörnur og heimsendir.
- Þjóðviljinn, 24. apríl 1957: Gesturinn sem sýnir sig á milljón ára fresti.
- Alþýðublaðið, 24. apríl 1957: Halastjarnan er sjáanleg berum augum.
- Tíminn, 24. apríl 1957: Halastjarnan Arend Roland sést nú gerla hverja heiðskíra nótt.
- R. Brahde og K. Brekke, 1957: On the secondary tail of comet Arend-Roland 1956 h.
- G. W. Kronk: C/1956 R1 (Arend-Roland).
◊ Ikeya-Seki halastjarnan 1965:
Þetta mun vera ein bjartasta halastjarna, sem um getur í sögu stjörnufræðinnar. Hún var hins vegar mjög sunnarlega á hvelfingunni og af stuttum fréttapistlum í íslenskum blöðum má ráða, að ekki hafi til hennar sést hér á landi.
- G. W. Kronk: C/1965 S1 (Ikeya-Seki).
- Alþýðublaðið, 31. mars 1970: Vaknið í nótt kl. 3!
- Morgunblaðið, 1. apríl 1970: Halastjarna á austurhimni.
- Vísir, 2. apríl 1970: „Fjölmargir héldu Bennett vera aprílgabb“.
- M. J. Hendrie, 1999: Comet Bennett 1969i.
- G. W. Kronk: C/1969 Y1 (Bennett).
Tímabilið 1970-1990
◊ Halastjarna Múmínálfanna 1971:
Hin merka ævintýrabók Halastjarnan eftir Tove Jansson kom í íslenskri þýðingu 1971 og var endurútgefin 2010. Næsta útgáfa kemur því sennilega á markað 2049.
- Tíminn, 6. júní 1973: Halastjarna aldarinnar: 50 sinnum bjartari en sú, sem mestan ótta vakti 1910.
- Þjóðviljinn, 20. okt. 1973: Hvað boðar halastjarnan Kohoutek?
- Morgunblaðið, 7. nóv. 1973: Halastjarna að koma.
- Vísir, 13. des. 1973: Halastjarna til sölu.
- Morgunblaðið, 3. jan. 1974: Halastjarnan Kohoutek.
- Vísir, 4. jan. 1974: Bóndi smíðaði sinn eigin stjörnukíki.
- Björn Rúriksson, 5.jan. 1974: Smástirni og halastjörnur.
- Alþýðublaðið, 8. jan. 1974: Kohoutek er komin á suðvesturhimininn.
- Morgunblaðið, 8.janúar: Kokoutek naumast neitt sjónarspil.
- Tíminn, 10. jan. 1974: Kohoutek sást í gær.
- Tíminn, 11. jan. 1974: Enn hefur ekki verið svo heiðskírt á kvöldin.
- T. Dickinson, 2013: The Comet Kohoutek Fiasco.
- Morgunblaðið, 6. mars 1976: Björt halastjarna á að sjást hér á landi næstu morgna.
- Morgunblaðið, 7. mars 1976: Halastjarnan sást frá Reykjavík.
- Tíminn, 9. mars 1776: Halastjarnan sést greinilega þessa viku, ef heiðskírt er.
- Þorsteinn Sæmundsson, 1976: Halastjarna á morgunhimni.
- G. W. Kronk: C/1975 V1 (West).
Farið var að fjalla um þessa heimsókn Halley-stjörnunnar í íslenskum blöðum, löngu áður en hún sást fyrst hér á landi:
- Tíminn, 4.júlí 1982: Ógn og skelfing!
- Morgunblaðið, 9. júní 1985: Halastjörnukapphlaup er hafið í geimnum.
- Vísir, 20. júní 1985: Geimskipafloti á loft til móts við Halley.
- Morgunblaðið, 15. nóvember 1985: Halastjarna Halleys á himni.
- Þorsteinn Sæmundsson (viðtal), 17. nóv. 1985: Halastjarnan Halley sést greinilegast frá Íslandi í janúar.
- Þorsteinn Sæmundsson, 10. des. 1985: Hvar er Halley-halastjarnan?
- Þjóðviljinn, 10. des. 1985: Grætt á stjörnufræðinni.
- Alþýðublaðið, 13.des. 1985: Halastjarna Halleys.
- Þjóðviljinn, 7. jan. 1986: Halastjarnan sýnileg Íslendingum.
- Morgunblaðið, 12. mars 1986: Halastjarnan með fastan kjarna.
- Lesbók Morgunblaðsins, 15. mars 1986: Halley í heimsókn.
- Tíminn, 6. apríl 1986: Halastjarnan Halley heimsótt.
Almennt um halastjörnu Halleys og heimsóknina 1886:
- G. W. Kronk: 1P/Halley.
- R. L. Newburn og D. K. Yeomans, 1982: Halley’s comet.
Tímabilið 1990-2000
◊ Swift-Tuttle halastjarnan 1992:
Um það leyti sem fyrst sjást til halastjörnunnar, haustið 1992, fór af stað orðrómur þess efnis, að hún myndi síðar lenda í árekstri við jörðina, nánar tiltekið 14. ágúst árið 2126. Þrátt fyrir að orðróminn mætti rekja til stjörnufræðinga, kom fljótlega í ljós að líkurnar á slíkum árekstri voru til muna minni en upphaflega var talið:
- Vísir, 26. okt. 1992: Allt jarðlíf þurkast út.
- Morgunblaðið, 8. nóv. 1992: Skellur halastjarna á jörðinni árið 2126?
- DV, 17. nóv.1992: Jarðlíf þurkast út.
- Morgunblaðið, 10. jan. 1993: Swift-Tuttle í öruggri fjarlægð
- K. Yau, D. Yeomans og P. Weissman, 1994: The past and future motion of Comet P/Swift-Tuttle.
- E. Siegel, 2017: The comet that created the Perseids might bring an end to humanity.
- Þorsteinn Sæmundsson, 22. nóv. 1992 (viðtal): Undur og ógnir himingeimsins.
- M. P. Mobberley, 1994: Swift-Tuttle: The 1992 apparition.
- G. W. Kronk: 109P/Swift-Tuttle.
Í kjölfar Swift-Tuttle stjörnunnar bjuggust margir við, að Persítarnir yrðu mjög öflugir í ágúst 1993. Sú varð þó ekki raunin:
- DV, 11. ágúst 1993: Enginn hefur séð ámóta ljósadýrð.
- Morgunblaðið, 12. ágúst 1993: Eldglæringar á himni af völdum halastjörnu.
- DV, 12. ágúst 1993: Aumasta ljósasýning á öldinni.
- Morgunblaðið, 13. ágúst 1993: Jörðin fór um jaðar skýsins.
Svo merkilega vill til, að einmitt á þessum heimsóknartíma Swift-Tuttle stjörnunnar var mikil umræða í gangi um afdrif risaeðlanna og hvort aldauði þeirra gæti tengst árekstri halastjörnu eða loftsteins við jörðina:
- Morgunblaðið, 10. júlí 1992: Nýfundinn gígur tengdur afdrifum risaeðlanna.
- Morgunblaðið, 28. apríl 1992: Hvernig ber að afstýra árekstri stjörnu við jörðu.
- Morgunblaðið, 17. okt. 1992: Hvað olli aldauða risaeðlanna?
- Haraldur Sigurðsson, 1993: Halastjörnur og loftsteinar.
Árekstrar halastjarna og loftsteina við jörðina - Yfirlit:
- S. Stephens, 1993: Cosmic Collisions.
- Wikipedia: Impact event.
- Gerrit L. Verschuur, 1997: Impact: The Threat of Comets and Asteroids.
- Þorsteinn Sæmundsson, 2017: Loftsteinar.
- Sjá einnig kaflann um Gísla Hlöðver Pálsson (Jack G. Hills) hér að framan.
◊ Shoemaker-Levy halastjarnan 1993:
- Gunnlaugur Björnsson, 1993: Halastjarnan Shoemaker-Levy 9.
- Gunnlaugur Björnsson, 1994, Árekstur aldarinnar.
- DV, 8. febrúar 1994: Gífurleg orka leysist úr læðingi.
- DV, 19. maí 1994: Orka á við allar kjarnasprengjur.
- Ari Trausti Guðmundsson, 8. júlí 1994: Árekstur halastjörnu við Júpíter.
- Morgunblaðið, 9. júlí 1994: Hlustað á árekstur við Júpíter. Hér er meðal annars minnnst á hinn fræga Levy skósmið.
- Tíminn, 14. júlí 1994: Áreksturinn gætti þýtt vitundarbreytingu.
- Timinn, 15. júlí 1994: Eins og milljón meðalstórar vetnissprengjur.
- DV, 16. júlí 1994: Eldglæringarnar lýsa milljónir kílómetra.
- DV, 18. júlí 1994: Biðu eftir risahvelli á Júpíter í morgunsárið.
- Morgunblaðið, 19. júlí 1994: Stærsta brotið rekst á Júpíter.
- Timinn, 19. júlí 1994: Halastjarna rekst á Júpíter.
- Morgunblaðið, 22. júlí 1994: Vísindaúrvinnslan tekur mörg ár.
- Ari Trausti Guðmundsson, 23. sept. 1994: Júpíter hruflast.
- Ari Trausti Guðmundsson, 11. nóvember 1994: Halastjörnur.
- Gunnlaugur Björnsson, 1995: Geimflaugin Galíleó.
- NASA (JPL): Comet Shoemaker-Levy Homepage.
- G. W. Kronk: D/1993 F2 - Shoemaker-Levy 9.
◊ Hyakutake halastjarnan 1996:
- Morgunblaðið, 14. feb. 1996: Halastjarna á himni í mars.
- DV, 21. mars 1996: Sést með berum augum.
- DV, 23. mars 1996: Halastjörnurnar frá árdögum sólkerfisins.
- Tíminn, 23. mars 1996: Yrði meiriháttar slys ef halastjarna hitti jörðina.
- Morgunblaðið, 26. mars 1996: Halastjarnan Hyakutake fór næst jörðu í gær. Með mynd eftir Snævarr Guðmundsosn.
- DV, 19. jan. 1998: Margur er knár þótt hann sé smár.
- G. W. Kronk: C/1996 B2 (Hyakutake).
◊ Hale-Bopp halastjarnan 1995:
Hale-Bopp er mér sérstaklega minnisstæð. Veturinn 1996-97 var ég gistiprófessor við Nordita í Kaupmannahöfn og bjó á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Blegdamsvej. Þrátt fyrir borgarljósin, gat ég fylgst með þressari glæsilegu halastjörnu út um stofugluggann hjá mér á hverju kvöldi, frá því um miðjan mars og og vel fram í apríl 1997.
- Gunnlaugur Björnsson, 1997: Halastjarnan Hale-Bopp.
- G. W. Kronk: C/1995 O1 (Hale-Bopp).
- Morgunblaðið, 18. sept. 1996: Halastjarnan Hale-Bopp væntanleg.
- Ari Trausti Guðmundsson, 15. feb. 1997: Það bólar á halastjörnu.
- Morgunblaðið, 27. feb. 1997: Halastjarnan Hale-Bopp sést frá Íslandi. Með mynd eftir Snævarr Guðmundsson.
- Morgunblaðið, 12. mars 1997: Mæla samsetningu Hale-Bopp.
- DV, 17. mars 1997: Hale-Bopp birtist í Síberíu.
- Morgunblaðið, 20. mars 1997: Halastjarnan gleður augað.
- DV, 25. mars 1997: 200 milljón kílómetra frá jörðu.
- Morgunblaðið, 2. apríl 1997: Trúðu því að geimskip myndi sækja þau.
- Alþýðublaðið, 3. apríl 1997: Geimskip að baki halastjörnunni.
- Morgunblaðið, 6. apríl 1997: Hale-Bopp næst sólu. Með mynd eftir Snævarr Guðmundsson.
- Egill Egilsson, 6. apríl 1997: Hale-Bopp halastjarnan býr sig undir að kveðja.
- DV, 25. ágúst 1997: Halastjörnurannsókn leysir gamlar gátur.
Framhaldsfærsla:
- Halastjörnur fyrr og nú - 4. Upphaf tuttugustu og fyrstu aldar (með lista yfir ýmsar aðrar gagnlegar vefsíður og ritsmíðar).