Greinasafn fyrir flokkinn: Eðlisfræði

Upphaf nútíma stjarnvísinda og íslensk alþýðurit

Þetta veggspjald var sett upp á Vísindadegi VoNar, 25. október 2014. Það var eitt af fjórum, sem fjölluðu um sögu stjarnvísinda á Íslandi. Efni hinna hefur annaðhvort þegar verið tekið fyrir í færslum eða bíður frekari umfjöllunar.

Birt í Eðlisfræði, Nítjánda öldin, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Rasmus Lievog og stjörnuathuganirnar í Lambhúsum

Í lok færslu um Eyjólf Jónsson stjörnumeistara var sagt frá aðdragandanum að komu eftirmanns hans, Rasmusar Lievog, til Íslands haustið 1779. Lievog starfaði hér við vægast sagt erfiðar aðstæður í rúman aldarfjórðung, eða til ársins 1805, þegar hann fluttist alfarinn … Halda áfram að lesa

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Stjörnufræði

Heimildir íslenskrar alþýðu um heimsmynd stjarnvísinda 1750-1850

Í febrúar 2017 hélt ég erindi með þessu heiti á málþingi Félags um átjándu aldar fræði. Hér má finna kynninguna á erindinu og hér eru svo glærurnar sem notaðar voru við flutninginn.

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Nítjánda öldin, Stjörnufræði

Magnús Stephensen og náttúrunnar yndislegu fræði

Hin áhrifamikli upplýsingarmaður, bókaútgefandi og embættismaður, Magnús Stephensen (1762-1833), var einn þeirra örfáu Íslendinga sem á áratugunum í kringum 1800 kynntu sér náttúrvísindi sérstaklega, bæði á námsárunum í  Kaupmannahöfn og síðar. Hann hafði á þeim brennandi áhuga og í anda … Halda áfram að lesa

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Efnafræði, Nítjánda öldin

Aflfræði í verkum Stefáns Björnssonar

Í félagaskrá Hins (konunglega) íslenska lærdómslistafélags segir um Stefán Björnsson (1721-98) að hann sé „Matheseos et Antiqvitt patriæ Studiosus“ (lærður í stærðfræði og fornfræðum föðurlandsins). Hann sá um fyrstu fræðilegu útgáfuna á Rímbeglu 1780 og sama ár kom út bók hans, … Halda áfram að lesa

Birt í Átjánda öldin, Eðlisfræði, Stærðfræði

Í tilefni af sextíu ára afmæli NORDITA

Í þessum mánuði eru liðin sextíu ár frá því Nordisk Institut for Teoretisk Atomfysik (NORDITA, nú oftast ritað Nordita) hóf starfsemi sína í Kaupmannahöfn. Íslendingar voru með strax frá upphafi, eins og nánar verður sagt frá hér á eftir. Eftir … Halda áfram að lesa

Birt í Eðlisfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Fyrsta prentaða ritgerðin um stjörnufræði eftir íslenskan höfund

Höfundur þessa verks var Hafnarstúdentinn Gísli Þorláksson (1631-1684),  sem síðar varð eftirmaður föðurs síns, Þorláks Súlasonar, í biskupsembætti á  Hólum. Ritgerðin er svokölluð dispútatía, stúdentafyrirlestur sem haldinn var við Háskólann í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 1651.   Gísli Þorláksson í Kaupmannahöfn 1649-1652 … Halda áfram að lesa

Birt í Eðlisfræði, Sautjánda öldin, Stjörnufræði

Á aldarafmæli Þorbjörns Sigurgeirssonar

Hinn 19. júní síðastliðinn voru liðin 100 ár frá fæðingu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors (1917-1988). Þessi örlítið síðbúna færsla er helguð minningu þessa merka eðlisfræðings og brautryðjanda í raunvísindum á Íslandi. Stutt kynni mín af Þorbirni hófust haustið 1967, þegar ég … Halda áfram að lesa

Birt í Eðlisfræði, Tuttugasta öldin

Tuttugu gjöful ár með Norræna stjörnusjónaukanum

Eins og fram kom í fyrri færslu eru nú liðin tuttugu ár frá því Íslendingar gerðust aðilar að norrænu samstarfi um stjörnusjónauka á Strákakletti (Roque de los Muchachos) á La Palma, einni af Kanaríeyjum. Aðdragandinn að formlegri aðild var bæði langur … Halda áfram að lesa

Birt í Eðlisfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Einkennismynd vefsíðunnar - Norræni stjörnusjónaukinn

Myndin efst á vefsíðunni sýnir þyrpingu stjörnusjónauka á Strákakletti á La Palma, einni af Kanaríeyjum. Lengst til vinstri er Norræni sjónaukinn Hægra megin við hann er breskur sjónauki sem kenndur er við William Herschel. Lengra í burtu hægra megin eru … Halda áfram að lesa

Birt í Eðlisfræði, Kynning, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin