Íslenskar mállýskur á fyrri öldum

Haraldur Bernharðsson, 2. júní 2011

Flutti hinn 12. apríl erindið „Íslenskar mállýskur á fyrri öldum“ í Málstofunni á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Í erindinu fjallaði ég um nokkrar málbreytingar og mállýskur í sögu íslenskrar tungu. Fjölmargar málbreytingar hafa átt sér stað í íslensku frá því að land byggðist. Þessar málbreytingar hafa ekki gengið yfir landið allt í einni svipan heldur hefur útbreiðsla þeirra í sumum tilvikum tekið margar aldir. Því hefur óhjákvæmilega fylgt mállýskumunur. Hlýða má á erindið á vef Málstofunnar.