Vika í Björgvin
Dvaldist í Björgvin 23. janúar til 1. febrúar í boði Senter for middelalderstudier við Björgvinjarháskóla og flutti þar fyrirlestur um breytileika í íslensku máli á fjórtándu öld. Kærar þakkir til Elsu Mundal og Sverre Bagge fyrir boðið. Ég notaði einnig tækifærið og fundaði með Oddi Einari Haugen og fleira góðu fólki úr MENOTEC-verkefninu (Medieval Norwegian Text Corpus).