Kennslulok vorið 2018

Haraldur Bernharðsson, 27. ágúst 2018

13. apríl 2018 — síðasti kennsludagur! 35 nemendur eru að ljúka öðru misseri í Medieval Icelandic Studies og Viking and Medieval Norse Studies við Háskóla Íslands með námskeiðum í forníslensku, norrænum miðaldabókmenntum, miðaldasögu, miðaldahandritum, norrænni trú og fornleifafræði. Takk fyrir afar ánægjulegt samstarf!