Suggestion to the Icelandic state to use open-source software in order to save money
The Icelandic government was asking for suggestions how to save money. I submitted together with some colleagues a proposal to use open-source software instead of Microsoft services (submission number 3797 at Samráðsgátt.
The Icelandic text is as follows:
Við fögnum framtaki um að leita til almennings eftir tillögum að sparnaði í ríkisrekstri. Í þessu bréfi bendum við á kostnað sem fylgir því að nota þjónustu Microsoft í stað ódýrari valkosta.
Síðan 2018 hefur íslenska ríkið alfarið nýtt sér þjónustu Microsoft (tölvupóstur, Teams o.s.frv.) sem hefur tvo ókosti:
1. Þessi þjónusta er dýr og með því að festa sig við þjónustu Microsoft verður íslenska ríkið sífellt háðara þjónustu Microsoft sem hefur með tímanum þrengt að öðrum hugbúnaðarframleiðendum (aukið einsleitni) og skapað Microsoft eins konar tæknilegt hreðjatak: Microsoft getur stýrt verði sem greiða þarf fyrir þessar þjónustur og Ríkisendurskoðun hefur nú þegar í samhengi við innleiðingu Microsoft bent á að „væntingar um beinan fjárhagslegan ávinning stóðust ekki“
[ https://www.rikisend.is/reskjol/files/Skyrslur/2023-samningur-rikisins-vid-microsoft.pdf ]
Í þessu samhengi má einnig nefna að Microsoft hefur nú þegar innleitt verðhækkanir í Eyjaálfu og hluta Asíu (Singapúr, Malasíu, Taívan og Tælandi).
[ https://ia.acs.org.au/article/2025/aussies-push-back-against-microsoft-365-price-hikes.html (á ensku) ]
2. Stafrænu fullveldi íslenska ríkisins er ógnað. Þjónustan sem Microsoft býður upp á er hýst utan Íslands og er því tengd um sæstrengi. Sæstrengir geta slitnað (annaðhvort óvart sem slys eða viljandi sem hluti af blönduðum hernaði) og í því tilviki gætu stjórnvöld og allar opinberar stofnanir sem nota Microsoft þjónustur ekki átt tölvupóstsamskipti eða önnur samskipti sem fara fram gegnum þjónustur Microsoft (t.d. myndsímtöl og spjallþræði á Teams) og myndu missa aðgang að skjölum sem geymd eru í Microsoft-skýinu. Annað atriði sem mikilvægt er að hafa í huga tengt stafrænu fullveldi Íslands er að Microsoft er bandarískt fyrirtæki og ekki er hægt að útiloka að bandarísk yfirvöld þvingi Microsoft til að veita þeim aðgang að viðkvæmum samskiptum og skrám íslenska ríkisins. Þekkt er að erlendar leyniþjónustur á borð við Bandarísku þjóðaröryggisstofnunina (NSA) og Samskiptamiðstöð breskra stjórnvalda (GCHQ) skanna alþjóðleg tölvupóstsamskipti. Til að tryggja þjóðaröryggi þurfa innviðir - þekking, tæknikunnátta og búnaður - að vera til staðar hér á landi svo reka megi stafrænar þjónustur á borð við samskiptakerfi. Eftir því sem meira er úthýst, líkt og raunin er með þjónustusamning við Microsoft, þeim mun minni þekking og kunnátta byggist upp hér innanlands.
Við leggjum því til að íslenska ríkið noti frekar opna valkosti í samræmi við stefnu um notkun opins hugbúnaðar.
[ https://www.forsaetisraduneyti.is/media/verkefnisstjorn-radstefna-rafraen-framtid/Frjals_og_opinn_hugbunadur_-_Stefna_stjornvalda.pdf ]
[ https://www.stjornarradid.is/media/innanrikisraduneyti-media/media/Skyrslur/adgerdaaaetlun_fyrir_innleidingu_frjals_og_opins_hugbunadar_lokaskil.pdf ]
Dæmi um slíka nálgun er frumkvæði þýskra stjórnvalda að stafrænu fullveldi: ZenDis (Zentrum Digitale Souveränität):
[ https://interoperable-europe.ec.europa.eu/collection/open-source-observatory-osor/news/centre-digital-sovereignty (á ensku) ]
[ https://zendis.de/ (á þýsku) ]
Zendis hefur þróað OpenDesk sem er opinn hugbúnaður ætlaður stjórnvöldum og stofnunum sem kemur í staðinn fyrir þá Microsoft þjónustu sem nú er notuð af stjórnvöldum.
[ https://opendesk.eu/en/ (á ensku) ]
Jafnvel þó mögulega vakni áhyggjur um að slík sjálfhýst þjónusta sé ekki eins örugg og þjónustan sem er í boði hjá Microsoft, þá verður að taka fram að netöryggiseftirlitsráð Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu um skýjaöryggi Microsoft þar sem fram kom að hópur sem tengist stjórnvöldum í Alþýðulýðveldinu Kína hefur brotist inn í Microsoft skýjakerfið og fengið aðgang að tölvupósti stjórnvalda, þannig að notkun Microsoft þjónustu gæti verið enn óöruggari en þjónusta sem hýst er á Íslandi.
[ https://www.cisa.gov/sites/default/files/2024-04/CSRB_Review_of_the_Summer_2023_MEO_Intrusion_Final_508c.pdf (á ensku) ]
Þó að hægt sé að nota opinn hugbúnað sér að kostnaðarlausu þyrfti íslenska ríkið vissulega að greiða tölvunarfræðingum og öðru starfsfólki tengdu upplýsingatækni fyrir umsjón og rekstur hugbúnaðarins. Þetta leiðir til kostnaðar, en búast má við að hann sé lægri* en það sem Microsoft rukkar (vegna þess að Microsoft er hagnaðarmiðað fyrirtæki). Auk þess væri kostnaðurinn í formi launa sem greidd eru til fólks á Íslandi, þ.e.a.s. peningarnir með sköttum haldast á Íslandi. Annar kostur er að þekking og færni skapast til að reka og þróa flókin tölvukerfi á Íslandi.
*Þetta sést til dæmis af reynslu við að reka Reiknistofnun Háskóla Íslands á sínum tíma. Kostnaður jókst við að taka í notkun Microsoft þjónustur.
Anna Helga Jónsdóttir, prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands
Ásta Guðrún Helgadóttir, rannsakandi í netöryggi við Háskóla Íslands
Benjamin Hennig, prófessor í landfræði við Háskóla Íslands
Bjarnheiður Kristinsdóttir, lektor í stærðfræði og stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands
Esa Hyytiä, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands
Freyja Hreinsdóttir, prófessor í stærðfræði og stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands
Helmut Neukirchen, prófessor í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands
Kristján Jónasson, prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands
Matthias Book, prófessor í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands
Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands
Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands
Sigurður Örn Stefánsson, prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands
Thomas Welsh, lektor í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands
Valentina Giangreco M Puletti, prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands
Viðar Guðmundsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands
P.S.: After submitting this text I got aware that the city of Munich, Germany, even offers an Open Source Sabbatical: Professionally qualified programmers can participate in open sourceprojects for a limited time and improve them.