Snorra-Edda í evrópsku samhengi

Mæli með þessu námskeiði í haust!

"Þótt Snorra-Edda sé ein mikilvægasta heimild sem varðveist hefur um norræna goðafræði ber hún að auki vott um áhrif lærðrar umræðu frá Mið-Evrópu. Í námskeiðinu verður sérstaklega litið á áhrif guðfræði á Gylfaginningu og svonefndan formála (Prologus), en að auki verður farið í nokkra kafla í Ynglinga sögu sem tengjast efni Gylfaginningar sérstaklega. Þá verður fjallað um Skáldskaparmál í ljósi evrópskrar skáldskaparlistar allt frá fornöld. Lesnir verða valdir textar frá miðöldum, en einnig fræðileg rit um helstu álitamál sem tengjast þessum textum."

Lecture (Hugvísindaþing 2019): "Dag né nótt" – Hlutverk myrkurs í Egils sögu Skalla-Grímssonar

Hugsun mannsins um myrkur og nótt er eldgömul. Myrkrið hefur að vísu alltaf átt sérstaklega stóran þátt í hversdeginum á Norðurlöndum og ekki kemur á óvart að það sé jafnvel þema í mörgum Íslendingasögum. Ef niðurstöður alþjóðlegra rannsókna eru dregnar saman kemur samt í ljós að flestir fræðimenn telji að fólk á miðöldum hafi sjaldan haft ástæðu til þess að velta nótt og myrkri fyrir sér. Þessi skoðun nær ekki langt þegar rætt er um Íslendingasögurnar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um dæmi úr Egils sögu Skalla-Grímssonar, en greina má á milli mismunandi merkinga næturinnar og myrkurs í sögunni. Spurt verður að lokum hvort hægt sé að tengja margræðni þessara hugtaka og hugmynda í Egils sögu við íslenskt hugarfar á 13. öld þegar sagan varð til.

I turned this topic into a paper ("Náttvíg eru morðvíg. Dunkelheit und Nacht in der Egils saga Skallagrímssonar") which will be published in 2020.

Professional Development

Námskeið: Inspera rafrænt prófakerfi, byrjunarskref á Íslensku. Efnistök: Gerð spurningasetts, notkun hluta, val á spurningagerð, uppsetning prófs. Kennarar: Guðmundur H. Viðarsson, verkefnastjóri rafrænna prófa, Hreinn Pálsson, prófstjóri.