New publication: "Macht und Ohnmacht. Óláfr Tryggvasons Weg zum norwegischen Thron"

Jan A. van Nahl: "Macht und Ohnmacht. Óláfr Tryggvasons Weg zum norwegischen Thron." In: Florian M. Schmid & Anita Sauckel (eds.), Verhandlung und Demonstration von Macht. Mittel, Muster und Modelle in Texten deutschsprachiger und skandinavischer Kulturräume (Zeitschrift für deutsches Altertum und deutsche Literatur, Beihefte 32). Stuttgart 2020, pp. 197–215. Reading sample.

Guest Lecture: "The Skilled Narrator. Myth and Scholarship in the Prose-Edda"

ÍSL109G Aðferðir og vinnubrögð

Markmið þessa námskeiðs er tvíþætt: Að kynna nemendum rannsóknir á sviði íslenskra bókmennta, íslenskrar málfræði, almennra málvísinda og táknmálsfræði og fjalla um lykilatriði í ritgerðasmíð á háskólastigi. Að námskeiði loknu eiga nemendur því að hafa fengið gott yfirlit yfir rannsóknir á áðurnefndum sviðum og lært eitt og annað um fræðilegar ritgerðir sem þeir eiga að geta nýtt við alls kyns fræðandi skrif í framtíðinni.

open access

Ágrip

Mikilvægasta þingið á miðöldum átti sér stað árið 1215 í Róm. Ein mikilvæg niðurstaða þingsins var viðurkenning kirkjunnar manna á því að hægt væri að tala um Guð með líkingum: þó að maður geti aldrei skilið Guð alveg þá er samt hægt að líkja honum við eitthvað sem maður getur skilið. Þessi skilningur er að vísu takmarkaður: því lengur sem maður hugsar um Guð því augljósari verður reginmunurinn milli Guðs og þess sem við teljum okkur vita. Hugtakið „analogia (entis)“ er notað um þetta samspil líkinga og greinarmunar þegar um Guð er að ræða.

Einn mikilvægastur kirkjumaður Noregs á 13. öld, Guttorm, erkibiskup og helsti ráðgjafi Hákons Hákonarsonar Noregskonungs, tók þátt í þessu þingi en hann kom aftur til Noregs árið 1216. Miðaldaheimildir segja frá því að Guttorm hafi kallað saman fund með höfðingjum frá Íslandi strax á eftir. Einn þeirra var, eftir því sem best er vitað, Snorri Sturluson, sem dvaldi hjá Hákoni í Noregi (og varð jafnvel hirðmaður konungsins) frá 1218 til 1220. Á þessum tíma byrjaði hann að öllum líkindum að semja Eddu, sem hann sennilega lauk við í kringum 1225.

Mjög ólíklegt er að Guttorm hefði ekki sagt fróðum manni eins og Snorra frá atburðum í Róm og niðurstöðum fræðimanna á þinginu, sem voru fremstir á sviði guðfræði og heimspeki á sínum tíma. Þá kemur ekki á óvart að Snorri hafi byrjað að skrifa um gömul trúarbrögð á Norðurlöndum strax eftir þeir Guttorm höfðu hist en líklegt er að Hákon konungur hafi beðið Snorra um að semja verk um norræna goðafræði í ljósi þess sem Guttorm hafði sagt frá. Hákon er vel þekktur fyrir viðleitni sína að tengja Noreg við Evrópu og hann var líka fyrstur til að láta þýða sögur úr t.d. fornfrönsku yfir á forníslensku. Snorri tileinkar Hákoni kvæðið Háttatal sem er hluti af Snorra-Eddu og hann samdi einnig Heimskringlu, sögur um norska konunga.

Grein mín um Snorra-Eddu, nánar tiltekið Gylfaginningu, er tilraun til að túlka framsetningu Snorra á norrænni goðafræði í ljósi líkinga. Snorri bar heiðindóminn á Norðurlöndum saman við kristindóminn en hann vildi hvorki lýsa heiðindómnum sem villutrú (eins og þekktir fræðimenn halda fram enn í dag), né vildi hann staðhæfa að heiðin goð hefðu í rauninni bara verið manneskjur (eins og flestir fræðimenn segja í dag). Með því að viðurkenna grundvallarlíkindi milli heiðindóms og kristindóms, en á sama tíma leggja áherslu á muninn milli þeirra, munur sem er því stærri sem við teljum okkur finna meiri líkindi, gat Snorri samið fróðlegt verk sem tengdi fortíðina við nútímann, heiðindóm við kristindóm og Noreg við Evrópu.

Online event: Miðaldasögur – stefnur og sjónarhorn á 21. öld

 

Íslensku miðaldasögurnar eru fjölbreytilegar frásagnir og ekki kemur á óvart að fræðimenn í öllum heiminum hafa einbeitt sér að þeim frá kynslóð til kynslóðar. Í þeim rannsóknum hafa komið fram ýmsar skoðanir um sögulegt og bókmenntalegt gildi þessara sagna, en líka um viðfangsefni tengd spurningum um m.a. hugarfar og heimsmyndir á miðöldum í víðtækum skilningi. Um leið er orðið augljóst að fræðimenn hafa hunsað sum einkenni þessara miðaldasagna. Markmið erindanna er að ræða nokkur dæmi um slík séreinkenni frá sjónarhorni bæði miðaldafrásagnarlistar og sögu nútímarannsóknar.

Fyrirlestrar málstofunnar verða birtir á ⇒ Facebook hinn 18. september kl. 14:30 og að Hugvísindaþingi loknu verða fyrirlestrarnir aðgengilegir á Youtube-rás Hugvísindasviðs.