Online event: Miðaldasögur – stefnur og sjónarhorn á 21. öld

 

Íslensku miðaldasögurnar eru fjölbreytilegar frásagnir og ekki kemur á óvart að fræðimenn í öllum heiminum hafa einbeitt sér að þeim frá kynslóð til kynslóðar. Í þeim rannsóknum hafa komið fram ýmsar skoðanir um sögulegt og bókmenntalegt gildi þessara sagna, en líka um viðfangsefni tengd spurningum um m.a. hugarfar og heimsmyndir á miðöldum í víðtækum skilningi. Um leið er orðið augljóst að fræðimenn hafa hunsað sum einkenni þessara miðaldasagna. Markmið erindanna er að ræða nokkur dæmi um slík séreinkenni frá sjónarhorni bæði miðaldafrásagnarlistar og sögu nútímarannsóknar.

Fyrirlestrar málstofunnar verða birtir á ⇒ Facebook hinn 18. september kl. 14:30 og að Hugvísindaþingi loknu verða fyrirlestrarnir aðgengilegir á Youtube-rás Hugvísindasviðs.