➥ Kennsluskrá (vor 2020, 10e, framhaldsnám)
Rannsókn á íslenskum bókmenntum frá miðöldum hófst undir samevrópskum áhrifum frá húmanisma, en tók að eflast á 19. öld í samhengi við þróun þjóðernishyggju. Í kjölfarið komu fram mikilvægar fræðikenningar um uppruna íslenskra miðaldabókmennta sem leiddu til áratugalangra kappræðna milli fræðimanna frá m.a. Íslandi, Noregi og Þýskalandi.
Eftir heimsstyrjöldina síðari þurftu fræðimenn í miðaldafræðum að vísu að þrófa nýjar aðferðir til að túlka hugmyndir um germönsku arfsögnina, oft með því að snúa baki við eldri rannsóknum – sem héldu þó engu að síður áfram að vera forsenda marga nýrra hugmynda. Að þessu leyti eru fræðimenn á sviði íslenskra miðaldafræða í byrjun 21. aldar enn tengdir rannsóknarsögunni.
Mikilvægt er að átta sig á samhengi rannsóknarsögunnar til þess að skilja um hvað rannsókn á íslenskum miðaldabókmenntum snýst í dag, með vísun til fræðikenninga, rannsóknaraðferða og hlutverks miðaldafræða í samfélaginu.
The reemergence of scholarship on Old Icelandic literature is connected to the Europe-wide influence of humanism, but only as of the 19th century, in the context of growing nationalism, did it start to develop for real. Important theories on the origins of Old Iceland literature were introduced, leading to a decades-long debate among scholars from Iceland, Norway, Germany, and other countries. After the Second World War, however, scholars were forced to put to the test new ways of assessing Germanic lore, often by turning their back on older research – which thus continued to be the starting point of many new ideas. From this point of view, in the early 21st century, scholars in the field of Old Icelandic literature are still entangled with this history of research. It is important to understand this connection in order to appreciate what the study of Old Icelandic literature is all about, both regarding theories, research methods, and the role of medieval studies in society.